
Mynd: Lögreglan
Tilkynnt var um innbrot í heimahús og er málið í rannsókn hjá lögreglunni. Þá var einnig tilkynnt um þjófnað úr verslun og náði lögreglan í skottið á viðkomandi. Sá var látinn laus eftir skýrslutöku.
Nokkrir bílstjórar voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Lögreglan fékk tilkynningu um bíl sem hafði verið ekið á ljósastaur en ökumaðurinn var ómeiddur. Bílinn var óökuhæfur og þurfti að draga hann í burtu.
Lögreglan og sjúkralið var sent til að hjálpa hestamanni sem féll af baki. Viðkomandi var fluttur á bráðamóttökuna til skoðunar.
Komment