
Hitakort Veðurstofunnar.Sólþyrstir fá sitthvað fyrir sinn snúð í dag.
Mynd: vedur.is
Veðrið hefur sannarlega leikið við Íslendinga og gesti landsins undanfarna daga en samkvæmt Veðurstofu Íslands mun hitinn ná 23 gráðum í Reykjavík í dag.
Á sama tíma verður 23 gráðu hiti á Egilsstöðum í dag, 17 í Bolungarvík þegar best lætur, 19 gráður á Akureyri og á Kirkjubæjarklaustri.
Smá saman mun fara eilítið kólnandi á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt veðurspá lækkar hitinn strax niður í 14 gráður í borginni á morgun og verður á því róli næstu viku. Þá kólnar einnig lítillega fyrir vestan en áfram verður heitt á Austur- og Norðurlandi.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment