Hjörtur Davíðsson hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi af Héraðsdómi Norðurlands eystra
Hjörtur var ákærður fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni og peningaþvætti „með því að hafa þriðjudaginn 4. júlí 2023, verið með í söluskyni í vörslum sínum í bifreið sinni, 20,31 grömm af kókaíni, en efnin fundust í bifreiðinni þegar lögreglan hafði afskipti af honum vegna gruns um að hann hefði verið að selja einstaklingi fíkniefni, en ákærði mun í nokkurn tíma áður en hann var handtekinn hafa aflað sér tekna með sölu fíkniefna,“ og „með því að hafa á tímabilinu 4. janúar 2023 til 4. júlí 2023, aflað sér ávinnings með sölu á ávana og fíkniefnum eða öðrum refsiverðum brotum, að fjárhæð 14.335.594 krónur, en samkvæmt greiningu á innlögnum á reikninga ákærða var fjármálastreymi inn á bankareikninga ákærða eftirfarandi á ofangreindu tímabili.“
Hjörtur játaði brot sín fyrir dómi en dómur hans er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var kókaínið gert upptækt og þarf hann að greiða þóknun verjanda síns.
Komment