26 milljóna króna hagnaður var hjá rafskútufyrirtækinu Hopp á síðasta ári en mikið tap hefur verið hjá fyrirtækinu undanfarin ár.
Árið 2023 tapaði félagið 113 milljónum króna og 101 milljón árið á undan. Eigið fé nam 214 milljónum í árslok 2024 en Ægir Þorsteinsson er stærsti eigandi Hopp.
Fyrirtækið hefur mátt sæta mikilli gagnrýni frá upphafi þess en sú gagnrýni hefur að miklu leyti snúist um þær hættur sem fylgja rafskútuleigu í miðbæ Reykjavíkur á þeim tímum sem fólk drekkur áfengi. Telja sumir að ekki eigi að leyfa aðgengi að slíkum tækjum á þeim tíma sem fólk er í glasi.
Þá hefur verið einnig verið gagnrýnt að frágangur notenda rafmagnshlaupahjólanna er í sumum tilfellum slæmur og liggja hjólin á ýmsum stöðum þar sem þau eru fyrir vegfarendum.
Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.
Komment