
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er sagt frá því að hópur unglingspilta hafi elt stelpu á svipuðum aldri en ekki fengust meiri upplýsingar um atvikið.
Tilkynnt var um innbrot þar sem fötum var stolið í miklu magni og er málið í rannsókn.
Maður var handtekinn fyrir brjóta rúðu í leigubíl. Hann var vistaður hjá lögreglu meðan málið var skoðað og afgreitt að sögn lögreglu. Þá var tilkynnt um mann sem neitaði að borga leigubílstjóra fyrir far en lögreglan gaf ekki frekari upplýsingar um það mál.
Þá hafði lögregla afskipti af ökumanni vegna ástand bíls sem hann ók og þá kom í ljós að börn í bílnum voru ekki í viðeigandi öryggisbúnaði. Skráningarnúmer bílsins voru tekin af honum.
Þá var óskað aðstoðar á veitingastað vegna vímuástands eins viðskiptavinar. Það leystist að sögn lögreglu.
Komment