
Frægasti hrafn Íslands, Dimma, lenti í því leiðinlega atviki að tveir krummar stálu af henni mat. Pabbi hennar, Jóhann Helgi Hlöðversson hafði áhyggjur af Dimmu þegar hann kom að vitja hennar því hann sá tvo hrafna við búrið hennar og blóð í snjónum.
„Það eru tveir hrafnar (líklegast parið sem á þetta svæði) að af éta Dimmu… þegar ég renndi við í dag þá voru hrafnarnir við búrið hennar en engin Dimma. Hrafnarnir flúðu af hólmi en ég sá blóðbletti í snjónum fyrir framan búrið.“ Þannig hefst Facebook-færsla Jóhanns Helga.
Eftir að hafa kallað nokkrum sinnum á hana lét hún vita af sér. Hafði Dimma náð að fela sig fyrir þjófunum og urðu miklir fagnaðarfundir. Blóðið átti sér eðlilegar skýringar:
„Ég hafði þá áhyggjur hvort Dimma væri heil en eftir nokkur köll svaraði hún mér og sýndi mér hvar hún faldi sig. Það urðu fagnaðarfundir og Dimma var heil. Blóðið í snjónum hefur líklegast verið af lifrinni sem Magga skildi eftir í búrinu fyrir Dimmu í gær en þá var hún hvergi sjáanleg.“

Komment