Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur mælt fyrir frumvarpi sem mun reyna að aðstoða fyrstu kaupendur við að komast inn á húsnæðismarkaðinn samkvæmt tilkynningu frá yfirvöldum.
Þetta verður gert í gegnum breytingar á hlutdeildarlánum.
Frumvarpið er hluti af fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar og felur í sér fjölmargar breytingar á hlutdeildarlánakerfinu sem allar miða að því að búa til kerfi sem virkar að sögn ríkisstjórnarinnar.
„Markmiðið er að jafna tækifæri ólíkra tekjuhópa til fyrstu kaupa og draga þannig úr misskiptingu á húsnæðismarkaði,“ sagði Inga Sæland í framsöguræðu sinni.
„Með frumvarpinu er stigið mikilvægt skref í átt að réttlátara húsnæðiskerfi þar sem sterkur efnahagur foreldra verður ekki forsenda þess að fólk hafi möguleika á að komast í eigið húsnæði.“
Hlutdeildarlán sem virka - að sögn yfirvalda
Hlutdeildarlánakerfið var tekið í gagnið árið 2020 en úrræðið þykir ekki hafa virkað sem skyldi.
- Úthlutanir hafa verið stopular, fjármögnun ótrygg og skilyrði fyrir veitingu lánanna of þröng. Vegna ófyrirsjáanleika um framtíð úrræðisins hafa byggingaverktakar ekki treyst sér til að byggja íbúðir sérstaklega inn í kerfið.
- Frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra er ætlað að leysa þetta.
Frumvarpið byggir á viðamikilli vinnu þvert á stjórnkerfið, þar á meðal fjölmennri vinnustofu með öllum helstu hagaðilum á húsnæðismarkaði á Íslandi.


Komment