
Íris Helga Jónatansdóttir, sem hefur verið sökuð um að vera eltihrellir, lýsti yfir sakleysi sínu í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fullorðins fyrr í vikunni en í síðustu viku fjallaði Heimildin ítarlega um mál hennar.
Heldur Íris því fram að ekki aðeins sé hún saklaus af öllum þeim ásökunum sem hafa komið fram heldur sé hún þolandi. Garpur Ingason Elísabetarson dagskrárgerðarmaður var fyrstur til að stíga fram og ásaka Írisi um ofsóknir og áreiti og í kjölfarið steig Sölvi Guðmundarson, fyrrum kærasti Írisar, fram og greindi frá sams konar ofbeldi en þau voru par í um það bil ár.
Nú hefur fyrrum stjúpdóttir Íris tjáð sig um málið og óhætt er að segja að hún kunni ekki vel við Írisi og meinta hegðun hennar en DV greindi frá því.
„Íris Helga, fyrrum stjúpmamma mín er búin að vera gróflega áreita og hrella mig, fjölskyldu mína, vini mína og annað fólk. Hún hefur verið að senda óviðeigandi skilaboð á mig, dreifa myndum af mér á facebokk-grúbbur og fara með rangar upplýsingar, t.d eins og ég hafi verið týnd (a.t.h hún gerir það undir fake aðgangi) hún hefur verið að nota símanúmerið mitt – setja það á instagram aðgang, smitten & tinder, ásamt því að reyna nota mínar upplýsingar til þess að komast inn á slík öpp, reyna komast inn á síður sem þarfnast rafrænu skilríkjanna minna og reynt að komast inn á heimabankann minn og hringja í mig úr leyninúmeri,“ segir stjúpdóttirinn fyrrverandi á samfélagsmiðlum en hún er ólögráða.
DV birtir einnig nokkur skjáskot sem stjúpdóttirinn fyrrverandi segir að sanni áreitið.
„Hún sendi mér lika skilaboð og sagðist vera ólétt eftir pabba minn(sem er ekki satt) og að ég fengi ekki að hitta barnið, hún ætlaði að standa ein í þessu, hún hefur verið að commenta undir instagram posta hjá mér og vinum mínum lygasögur um mig og fjölskylduna mína – ógeðsleg skilaboð.“
Komment