1
Menning

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær

2
Fólk

Spyrnti sér upp frá botninum og féll fyrir Kára

3
Pólitík

Snorri veður í blaðamann Vísis

4
Heimur

Þrefaldur morðingi valdi óvenjulega aftöku

5
Heimur

Dularfullur Epstein-póstur vekur spurningar í Bandaríkjunum

6
Landið

Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði

7
Heimur

17 ára stúlka myrt er hún verndaði bróður sinn fyrir árásarmanni

8
Minning

Helgi Pétursson er látinn

9
Pólitík

Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra

10
Heimur

Billie Eilish hraunar yfir Elon Musk

Til baka

Íslensk kona segir stuðningsmenn Ísraela ógnandi í Basel

Býst við fjölmennum mótmælum á morgun.

mótmæli2
Stuðningsmenn Ísrael.Stuðningsmenn Ísraela hrópuðu ókvæðisorðum að mótmælendunum.
Mynd: Facebook

Ung íslensk kona sem býr nærri Basel í Sviss, segir að lögreglan í Basel hafi bannað henni og fleiri stuðningsmönnum Palestínu að veifa palestínska fánanum nærri Eurovision-höllinni í Basel í gær.

Konan, sem hefur tekið þátt í mótmælum gegn þjóðarmorðinu á Gaza ræddi við Mannlíf í síma, en hún vill ekki láta nafn síns getið vegna þess hversu erfitt sé að vera opinn stuðningsmaður Palestínu í Þýskalandi en hún býr í Freiburg, sem er nærri landamærum að Sviss.

mótmæli
Mótmælin á sunnudaginn.Hundruðir manna mótmæltu Eurovision í Basel á sunnudaginn.
Mynd: Facebook

Segir konan að mótmælin sem hún hafi tekið þátt þessa vikuna í Basel, hafi verið afar friðsöm og að lögreglan þar í borg hafi ekki beitt óþarfa ofbeldi, ólíkt starfsbræðrum sínum í Þýskalandi, sem hafa beitt mótmælendur ítrekað ofbeldi frá því að stríðið á Gaza hófst enn og aftur 7. október, 2023. „Mér finnst þetta hafa verið allt mjög friðsamlegt, en það eru auðvitað aðilar á báðum hliðum sem eru extreme, sem hafa brotið reglur en á þeim mótmælum sem ég hef mætt á hefur allt verið mjög friðsælt. Þau vita það að það er ekkert gagnlegt ef þau brjóta reglur því þá koma þau ekki skilaboðunum til skila.“

mótmæli4
Mótmælt við höllina.„Velkomin á þjóðarmorðssöngvakeppnina.“
Mynd: Facebook

Konan segist aðeins hafa séð eina handtöku en þá voru mótmæli þegar keppendur Eurovision mættu á rauða dregilinn á sunnudaginn en þá var kona handtekin fyrir að setja fyrir framan sporvagn ísraelska keppandans. „Og hún var handtekinn en það var það eina,“ segir konan í samtali við Mannlíf.

Segir hún að mótmælendur hafi talið í hundruðum á sunnudaginn og að búist sé við fjölmennum mótmælum á morgun, þegar úrslitakvöld Eurovision fer fram.

„Svo vorum við að mótmæla í gær fyrir utan höllina en við vorum bara örfá. Það var eiginlega ekki planið að mótmæla, við ætluðum að gefa áhorfendum á leið í höllina miða, svona til þess að upplýsa þá um ástandið. Að þau væru að fara að horfa á Ísrael stíga á svið, sem bera ábyrgð á þessum stríðsglæpum. En við sem sagt máttum sem sagt ekki neitt. Við máttum varla vera með fánann.“

mótmæl3
Mótmæli við Jakobshöllina.Miðanum sem dreift var áður en lögreglan bannaði það.
Mynd: Facebook

Konan segist hafa séð myndskeið í fjölmiðlum í Basel og á samfélagsmiðlum af mótmælunum á sunnudag, þar sem búið var að taka Palestínufánana út með hjálp photoshop. „Þannig að stuðningurinn er mikill en þöggunin er meiri.“

mótmæli5
Lögreglan í Basel.Lögreglan passaði upp á að áhorfendur á Eurovision yrðu fyrir sem minnstu ónoti.
Mynd: Facebook-skjáskot

Aðspurð segir konan stuðningsmenn Ísraels vera þó nokkra í Basel um þessar mundir og að í einhverjum tilfellum hafi hennar hópur orðið fyrir hrópum og ógnandi hegðun frá þeim. „Mér finnst þau eiga alveg líka eiga rétt á mótmælum,“ segir konan bætir við að í gær hafi þeir verið fleiri en hennar hópur. „Samt var engin lögreglan í kringum þau, þar sem Ísrael er að keppa í Eurovision.“ Segir hún að hingað til hafi hún ekki orðið fyrir neinu áreiti frá stuðningsmönnum Ísrael á mótmælum en að nú séu þeir nokkuð margir vegna Eurovision. „Þau voru að öskra á okkur og segja að við ættum að skammast okkar og svona. Sem var auðvitað svolítið óþægilegt af því að þau voru frekar ógnandi. Lögreglan var ekkert að stoppa þau í að áreita okkur. Þau voru mjög ógnandi.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tillaga um úrbætur á Hamrastekk felld þrátt fyrir slys
Innlent

Tillaga um úrbætur á Hamrastekk felld þrátt fyrir slys

„Það hefur ítrekað komið í ljós að umræddur staður er hættulegur“
Novasvellið rís á Ingólfstorgi
Myndir
Mannlífið

Novasvellið rís á Ingólfstorgi

Spyrnti sér upp frá botninum og féll fyrir Kára
Einkaviðtal
Fólk

Spyrnti sér upp frá botninum og féll fyrir Kára

Þrefaldur morðingi valdi óvenjulega aftöku
Heimur

Þrefaldur morðingi valdi óvenjulega aftöku

Dularfullur Epstein-póstur vekur spurningar í Bandaríkjunum
Heimur

Dularfullur Epstein-póstur vekur spurningar í Bandaríkjunum

Austfirðingar spenna síst bílbelti samkvæmt nýrri könnun
Landið

Austfirðingar spenna síst bílbelti samkvæmt nýrri könnun

Hlaut skurð á höfði eftir slagsmál en neitaði aðstoð lögreglu
Innlent

Hlaut skurð á höfði eftir slagsmál en neitaði aðstoð lögreglu

Rannsaka meint „leyniskyttusafarí“ milljarðamæringa í Bosníu á tíunda áratugnum
Heimur

Rannsaka meint „leyniskyttusafarí“ milljarðamæringa í Bosníu á tíunda áratugnum

Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði
Myndband
Landið

Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði

Ljóð Sigurðar Pálssonar afhjúpað við Tollhúsið
Menning

Ljóð Sigurðar Pálssonar afhjúpað við Tollhúsið

Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra
Pólitík

Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra

Segir 153 Palestínumönnum hafi verið „skolað út“ til Suður-Afríku
Heimur

Segir 153 Palestínumönnum hafi verið „skolað út“ til Suður-Afríku

„Ég vil bara skapa, þó að líkaminn fylgi ekki“
Menning

„Ég vil bara skapa, þó að líkaminn fylgi ekki“

Innlent

Tillaga um úrbætur á Hamrastekk felld þrátt fyrir slys
Innlent

Tillaga um úrbætur á Hamrastekk felld þrátt fyrir slys

„Það hefur ítrekað komið í ljós að umræddur staður er hættulegur“
Hlaut skurð á höfði eftir slagsmál en neitaði aðstoð lögreglu
Innlent

Hlaut skurð á höfði eftir slagsmál en neitaði aðstoð lögreglu

Skipulagðir glæpahópar hafa tvöfaldast á árátug
Innlent

Skipulagðir glæpahópar hafa tvöfaldast á árátug

Þrjótur skvetti málningu á bíla
Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm
Innlent

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm

Loka auglýsingu