1
Innlent

MAST varar við svínakjöti frá Ali

2
Fólk

Auddi og Steindi voru sauðdrukknir í jóladagatali Blökastsins

3
Fólk

Setja eina og hálfa milljón á hvern fermeter

4
Innlent

„Fólk þurfti að fara út á handklæðum“

5
Innlent

Hólmari dæmdur fyrir óvenjulegan þjófnað

6
Innlent

Nýjar sánur opnaðar í Vesturbæjarlaug

7
Innlent

Sigurður skipaður í nýtt embætti

8
Innlent

Umferðarslys í Kópavogi

9
Fólk

Tannlæknir frá Utah breytti lífi Einars

10
Pólitík

Ríkisstjórnin ræður Halldór Oddsson í vinnu

Til baka

Karl konungur pirraðist á minningarathöfn um Sigurdaginn

„Ótrúlegt, hvar eru kynningarnar mínar?“

King Charles Karl Konungur
Karl IIIFagnar lokum heimsstyrjaldarinnar síðari með 107 ára gömlum hermanni úr stríðinu og Camillu drottningu.
Mynd: AFP

Karl III Bretlandskonungur virtist eitt augnablik missa þolinmæðina þegar hann sótti minningarathöfn vegna 80 ára afmælis Sigurdagsins í Evrópu (e. VE Day) í gær, 8. maí. Athöfnin fór fram í Westminster Abbey í Lundúnum og var konungurinn þar í fylgd með Kamillu drottningu. Þar voru einnig mættir 78 uppgjafahermenn og um 2.000 gestir í kirkjunni.

Atvik vakti athygli þegar konungurinn virtist sýna óánægju vegna þess að hann hafði ekki verið formlega kynntur fyrir einum af uppgjafarhermanninum. Sérfræðingur í varalestri, Jeremy Freeman, greindi frá því að Karl III hefði hvíslað pirraður til Kamillu: „Ótrúlegt, hvar eru kynningarnar mínar?“

Konungurinn leit í kringum sig og virtist leita eftir aðstoðarmanni sínum sem kom fljótlega til hans. Karl sneri sér þá snöggt að honum og spurði: „Hvar, hvar varstu?“ Aðstoðarmaður birtist þá við hlið hans og konungurinn hélt áfram að heilsa upp á uppgjafarhermennina.

Ásamt konungshjónunum voru Vilhjálmur prins og Katrín prinsessa einnig viðstödd athöfnina, ásamt forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer.

Karl III
ÓsátturAugnablikið þegar konungurinn pirraðist út í aðstoðarmann.

Karl III lagði blómsveig á gröf óþekkta hermannsins með áletruninni: „Við munum aldrei gleyma.“ Vilhjálmur prins tók í sama streng og bætti við: „Fyrir þá sem fórnuðu öllu í síðari heimsstyrjöldinni. Við munum minnast þeirra.“

Athöfnin hófst með tveggja mínútna þögn sem var haldin um allt land til að minnast uppgjafar nasista.

Konungsfjölskyldan ræddi einnig við uppgjafarhermennina eftir athöfnina og vakti Karl konungur sérstaka athygli fyrir einlægar og djúpar samræður við þá. Anna prinsessa sýndi hlýju í samskiptum við eldri konu í hjólastól sem bar stríðsmedalíur.

Fleiri meðlimir konungsfjölskyldunnar heiðruðu minninguna um fallna hermenn, þar á meðal Eðvarð hertogi og Soffía hertogaynja af Edinborg, Anna prinsessa og eiginmaður hennar Tim Laurence, auk hertogahjónanna af Gloucester og hertogans af Kent.

Trompetleikarar tóku á móti konungshjónunum við komu þeirra en Karl konungur var klæddur í dökkgrá jakkaföt og Kamilla í hvítan silkikjól með krumpáferð og samsvarandi kápu.

Einn áhrifamesti punktur dagsins var þegar Alexander Churchill, 10 ára, og langafabarn Sir Winston Churchill, flutti ræðu við athöfnina. Hann sagði meðal annars:

„Langalangafi minn var mjög mikilvægur fyrir okkur og við erum mjög stolt af að hann sé hluti af fjölskyldu okkar. Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkar kynslóð að þakka öllum uppgjafarhermönnum og þeim sem tóku þátt í stríðinu.“

Hann bætti við: „Fólk má ekki gleyma þeim sem fórnuðu sér til að frelsa England og Evrópu. Það er mikilvægt að halda áfram að berjast fyrir frelsi.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Haukfránir aðdáendur tóku eftir mistökum í Stranger Things
Heimur

Haukfránir aðdáendur tóku eftir mistökum í Stranger Things

„Það meikar heldur ekki sens að þeir séu svona eðlilegir“
Hanna Katrín kom með jólin á Alþingi
Fólk

Hanna Katrín kom með jólin á Alþingi

Auddi og Steindi voru sauðdrukknir í jóladagatali Blökastsins
Fólk

Auddi og Steindi voru sauðdrukknir í jóladagatali Blökastsins

Holly Willoughby játaði að hafa ekið á mann á hlaupahjóli
Heimur

Holly Willoughby játaði að hafa ekið á mann á hlaupahjóli

Tannlæknir frá Utah breytti lífi Einars
Fólk

Tannlæknir frá Utah breytti lífi Einars

Beðið eftir niðurstöðu krufningar á Portúgalanum
Innlent

Beðið eftir niðurstöðu krufningar á Portúgalanum

Sigurður skipaður í nýtt embætti
Innlent

Sigurður skipaður í nýtt embætti

Ríkisstjórnin ræður Halldór Oddsson í vinnu
Pólitík

Ríkisstjórnin ræður Halldór Oddsson í vinnu

MAST varar við svínakjöti frá Ali
Innlent

MAST varar við svínakjöti frá Ali

Hólmari dæmdur fyrir óvenjulegan þjófnað
Innlent

Hólmari dæmdur fyrir óvenjulegan þjófnað

Setja eina og hálfa milljón á hvern fermeter
Myndir
Fólk

Setja eina og hálfa milljón á hvern fermeter

HIV smit meðal barnshafandi kvenna tvöfaldast víða í Rússlandi
Heimur

HIV smit meðal barnshafandi kvenna tvöfaldast víða í Rússlandi

Heimur

Haukfránir aðdáendur tóku eftir mistökum í Stranger Things
Heimur

Haukfránir aðdáendur tóku eftir mistökum í Stranger Things

„Það meikar heldur ekki sens að þeir séu svona eðlilegir“
Radiohead aflýsir óvænt tónleikum í Kaupmannahöfn vegna veikinda Yorke
Heimur

Radiohead aflýsir óvænt tónleikum í Kaupmannahöfn vegna veikinda Yorke

Holly Willoughby játaði að hafa ekið á mann á hlaupahjóli
Heimur

Holly Willoughby játaði að hafa ekið á mann á hlaupahjóli

HIV smit meðal barnshafandi kvenna tvöfaldast víða í Rússlandi
Heimur

HIV smit meðal barnshafandi kvenna tvöfaldast víða í Rússlandi

Skotvopnaleyfi samþykkt fyrir 10.000 ólöglega landnema
Heimur

Skotvopnaleyfi samþykkt fyrir 10.000 ólöglega landnema

Mótorhjólaáhrifavaldur lést í umferðarslysi
Heimur

Mótorhjólaáhrifavaldur lést í umferðarslysi

Loka auglýsingu