1
Heimur

Vinsælli strönd á Tenerife lokað

2
Innlent

Hafnfirsk kona vill losna úr málamyndahjónabandi

3
Fólk

Eitt glæsilegasta hús Íslands komið aftur á sölu

4
Heimur

Laundóttir Freddie Mercury látin

5
Innlent

Einn fluttur á bráðamóttökuna

6
Heimur

Háttsettur Rússi hótar að „klára“ Evrópu með kjarnorkuvopnum

7
Fólk

Borgarbókasafnið hrósar Nönnu sérstaklega

8
Innlent

Segir NATO vera dautt

9
Menning

„Skömm sveitarfélaga og stjórnvalda er mikil“

10
Heimur

ICE-fulltrúar hraktir út af veitingastað í Minnesota

Til baka

Karl konungur pirraðist á minningarathöfn um Sigurdaginn

„Ótrúlegt, hvar eru kynningarnar mínar?“

King Charles Karl Konungur
Karl IIIFagnar lokum heimsstyrjaldarinnar síðari með 107 ára gömlum hermanni úr stríðinu og Camillu drottningu.
Mynd: AFP

Karl III Bretlandskonungur virtist eitt augnablik missa þolinmæðina þegar hann sótti minningarathöfn vegna 80 ára afmælis Sigurdagsins í Evrópu (e. VE Day) í gær, 8. maí. Athöfnin fór fram í Westminster Abbey í Lundúnum og var konungurinn þar í fylgd með Kamillu drottningu. Þar voru einnig mættir 78 uppgjafahermenn og um 2.000 gestir í kirkjunni.

Atvik vakti athygli þegar konungurinn virtist sýna óánægju vegna þess að hann hafði ekki verið formlega kynntur fyrir einum af uppgjafarhermanninum. Sérfræðingur í varalestri, Jeremy Freeman, greindi frá því að Karl III hefði hvíslað pirraður til Kamillu: „Ótrúlegt, hvar eru kynningarnar mínar?“

Konungurinn leit í kringum sig og virtist leita eftir aðstoðarmanni sínum sem kom fljótlega til hans. Karl sneri sér þá snöggt að honum og spurði: „Hvar, hvar varstu?“ Aðstoðarmaður birtist þá við hlið hans og konungurinn hélt áfram að heilsa upp á uppgjafarhermennina.

Ásamt konungshjónunum voru Vilhjálmur prins og Katrín prinsessa einnig viðstödd athöfnina, ásamt forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer.

Karl III
ÓsátturAugnablikið þegar konungurinn pirraðist út í aðstoðarmann.

Karl III lagði blómsveig á gröf óþekkta hermannsins með áletruninni: „Við munum aldrei gleyma.“ Vilhjálmur prins tók í sama streng og bætti við: „Fyrir þá sem fórnuðu öllu í síðari heimsstyrjöldinni. Við munum minnast þeirra.“

Athöfnin hófst með tveggja mínútna þögn sem var haldin um allt land til að minnast uppgjafar nasista.

Konungsfjölskyldan ræddi einnig við uppgjafarhermennina eftir athöfnina og vakti Karl konungur sérstaka athygli fyrir einlægar og djúpar samræður við þá. Anna prinsessa sýndi hlýju í samskiptum við eldri konu í hjólastól sem bar stríðsmedalíur.

Fleiri meðlimir konungsfjölskyldunnar heiðruðu minninguna um fallna hermenn, þar á meðal Eðvarð hertogi og Soffía hertogaynja af Edinborg, Anna prinsessa og eiginmaður hennar Tim Laurence, auk hertogahjónanna af Gloucester og hertogans af Kent.

Trompetleikarar tóku á móti konungshjónunum við komu þeirra en Karl konungur var klæddur í dökkgrá jakkaföt og Kamilla í hvítan silkikjól með krumpáferð og samsvarandi kápu.

Einn áhrifamesti punktur dagsins var þegar Alexander Churchill, 10 ára, og langafabarn Sir Winston Churchill, flutti ræðu við athöfnina. Hann sagði meðal annars:

„Langalangafi minn var mjög mikilvægur fyrir okkur og við erum mjög stolt af að hann sé hluti af fjölskyldu okkar. Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkar kynslóð að þakka öllum uppgjafarhermönnum og þeim sem tóku þátt í stríðinu.“

Hann bætti við: „Fólk má ekki gleyma þeim sem fórnuðu sér til að frelsa England og Evrópu. Það er mikilvægt að halda áfram að berjast fyrir frelsi.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Rapparinn Ezekiel Carl dæmdur fyrir líkamsárás í Austurstræti
Innlent

Rapparinn Ezekiel Carl dæmdur fyrir líkamsárás í Austurstræti

Hefur meðal annars unnið með Birni, Daniil og Kristmundi Axel
ICE-fulltrúar hraktir út af veitingastað í Minnesota
Myndband
Heimur

ICE-fulltrúar hraktir út af veitingastað í Minnesota

Sjálfsmörk Samfylkingarinnar
Slúður

Sjálfsmörk Samfylkingarinnar

Borgarbókasafnið hrósar Nönnu sérstaklega
Fólk

Borgarbókasafnið hrósar Nönnu sérstaklega

Ragga nagli þakkar 19 ára sjálfri sér fyrir styrkinn
Fólk

Ragga nagli þakkar 19 ára sjálfri sér fyrir styrkinn

„Skömm sveitarfélaga og stjórnvalda er mikil“
Viðtal
Menning

„Skömm sveitarfélaga og stjórnvalda er mikil“

Ekki hægt að slá föstu að illa hafi verið farið með börn á Vöggustofu
Innlent

Ekki hægt að slá föstu að illa hafi verið farið með börn á Vöggustofu

Ríkir bandamenn Trumps hafa fjárhagslega hagsmuni af Grænlandi
Heimur

Ríkir bandamenn Trumps hafa fjárhagslega hagsmuni af Grænlandi

Laundóttir Freddie Mercury látin
Heimur

Laundóttir Freddie Mercury látin

Hafnfirsk kona vill losna úr málamyndahjónabandi
Innlent

Hafnfirsk kona vill losna úr málamyndahjónabandi

Jóhann Alfreð stofnar fyrirtæki
Peningar

Jóhann Alfreð stofnar fyrirtæki

„Slæm geðheilsa er ein stærsta áskorun háskólanema“
Innlent

„Slæm geðheilsa er ein stærsta áskorun háskólanema“

Heimur

ICE-fulltrúar hraktir út af veitingastað í Minnesota
Myndband
Heimur

ICE-fulltrúar hraktir út af veitingastað í Minnesota

„Djöfulsins nasistaskítseiði!“
Rithöfundar og fræðimenn þrýsta á bresk yfirvöld vegna hungurverkfallsfanga
Heimur

Rithöfundar og fræðimenn þrýsta á bresk yfirvöld vegna hungurverkfallsfanga

Ríkir bandamenn Trumps hafa fjárhagslega hagsmuni af Grænlandi
Heimur

Ríkir bandamenn Trumps hafa fjárhagslega hagsmuni af Grænlandi

Laundóttir Freddie Mercury látin
Heimur

Laundóttir Freddie Mercury látin

Háttsettur Rússi hótar að „klára“ Evrópu með kjarnorkuvopnum
Heimur

Háttsettur Rússi hótar að „klára“ Evrópu með kjarnorkuvopnum

Vinsælli strönd á Tenerife lokað
Heimur

Vinsælli strönd á Tenerife lokað

Loka auglýsingu