1
Fólk

Prettyboitjokkó keypti glæsihöll frænku sinnar

2
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

3
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

4
Innlent

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“

5
Innlent

Illugi Jökulsson varar við „ógninni að vestan“

6
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

7
Innlent

Gagnrýnir mæðurnar Þorgerði og Kristrúnu vegna aðgerðarleysis

8
Innlent

Hraðbankaræninginn úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

9
Heimur

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

10
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

Til baka

Karl konungur pirraðist á minningarathöfn um Sigurdaginn

„Ótrúlegt, hvar eru kynningarnar mínar?“

King Charles Karl Konungur
Karl IIIFagnar lokum heimsstyrjaldarinnar síðari með 107 ára gömlum hermanni úr stríðinu og Camillu drottningu.
Mynd: AFP

Karl III Bretlandskonungur virtist eitt augnablik missa þolinmæðina þegar hann sótti minningarathöfn vegna 80 ára afmælis Sigurdagsins í Evrópu (e. VE Day) í gær, 8. maí. Athöfnin fór fram í Westminster Abbey í Lundúnum og var konungurinn þar í fylgd með Kamillu drottningu. Þar voru einnig mættir 78 uppgjafahermenn og um 2.000 gestir í kirkjunni.

Atvik vakti athygli þegar konungurinn virtist sýna óánægju vegna þess að hann hafði ekki verið formlega kynntur fyrir einum af uppgjafarhermanninum. Sérfræðingur í varalestri, Jeremy Freeman, greindi frá því að Karl III hefði hvíslað pirraður til Kamillu: „Ótrúlegt, hvar eru kynningarnar mínar?“

Konungurinn leit í kringum sig og virtist leita eftir aðstoðarmanni sínum sem kom fljótlega til hans. Karl sneri sér þá snöggt að honum og spurði: „Hvar, hvar varstu?“ Aðstoðarmaður birtist þá við hlið hans og konungurinn hélt áfram að heilsa upp á uppgjafarhermennina.

Ásamt konungshjónunum voru Vilhjálmur prins og Katrín prinsessa einnig viðstödd athöfnina, ásamt forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer.

Karl III
ÓsátturAugnablikið þegar konungurinn pirraðist út í aðstoðarmann.

Karl III lagði blómsveig á gröf óþekkta hermannsins með áletruninni: „Við munum aldrei gleyma.“ Vilhjálmur prins tók í sama streng og bætti við: „Fyrir þá sem fórnuðu öllu í síðari heimsstyrjöldinni. Við munum minnast þeirra.“

Athöfnin hófst með tveggja mínútna þögn sem var haldin um allt land til að minnast uppgjafar nasista.

Konungsfjölskyldan ræddi einnig við uppgjafarhermennina eftir athöfnina og vakti Karl konungur sérstaka athygli fyrir einlægar og djúpar samræður við þá. Anna prinsessa sýndi hlýju í samskiptum við eldri konu í hjólastól sem bar stríðsmedalíur.

Fleiri meðlimir konungsfjölskyldunnar heiðruðu minninguna um fallna hermenn, þar á meðal Eðvarð hertogi og Soffía hertogaynja af Edinborg, Anna prinsessa og eiginmaður hennar Tim Laurence, auk hertogahjónanna af Gloucester og hertogans af Kent.

Trompetleikarar tóku á móti konungshjónunum við komu þeirra en Karl konungur var klæddur í dökkgrá jakkaföt og Kamilla í hvítan silkikjól með krumpáferð og samsvarandi kápu.

Einn áhrifamesti punktur dagsins var þegar Alexander Churchill, 10 ára, og langafabarn Sir Winston Churchill, flutti ræðu við athöfnina. Hann sagði meðal annars:

„Langalangafi minn var mjög mikilvægur fyrir okkur og við erum mjög stolt af að hann sé hluti af fjölskyldu okkar. Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkar kynslóð að þakka öllum uppgjafarhermönnum og þeim sem tóku þátt í stríðinu.“

Hann bætti við: „Fólk má ekki gleyma þeim sem fórnuðu sér til að frelsa England og Evrópu. Það er mikilvægt að halda áfram að berjast fyrir frelsi.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“
Innlent

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“

Auður veltir því fyrir sér hvernig fólk í „Palestínu er svelt, sprengt og pyntað hefur mætt fordæmingu víða um heim en hún ein hefur litla þýðingu þegar nauðsynlegar aðgerðir fylgja ekki í kjölfarið“
Sólin olli eldsvoða í Reykjavík
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu
Innlent

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“
Innlent

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“

Lögreglan leitar þriggja manna
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“
Innlent

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“

Gagnrýnir mæðurnar Þorgerði og Kristrúnu vegna aðgerðarleysis
Innlent

Gagnrýnir mæðurnar Þorgerði og Kristrúnu vegna aðgerðarleysis

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

Illugi Jökulsson varar við „ógninni að vestan“
Innlent

Illugi Jökulsson varar við „ógninni að vestan“

Pauly Shore greindist með æxli í brisi
Myndband
Heimur

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

Hraðbankaræninginn úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Innlent

Hraðbankaræninginn úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Gæsluvarðhald framlengt yfir leikskólastarfsmanninum
Innlent

Gæsluvarðhald framlengt yfir leikskólastarfsmanninum

Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

„Hann myndi vilja að þær væru á heimili sem væri meira sniðið að þeirra þörfum, ekki hans“
Um 430 tegundir matvæla bannaðar á Gaza
Heimur

Um 430 tegundir matvæla bannaðar á Gaza

Pauly Shore greindist með æxli í brisi
Myndband
Heimur

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“
Heimur

Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“

Maður alvarlega slasaður eftir að bjórtunnur féllu yfir hann á Gran Canaria
Heimur

Maður alvarlega slasaður eftir að bjórtunnur féllu yfir hann á Gran Canaria

Sonur Michael Jackson trúlofaður
Heimur

Sonur Michael Jackson trúlofaður

Loka auglýsingu