Karlmaður á sjötugsaldri lést á föstudaginn í síðustu viku í svifflugsslysi á svæðinu Risco de Famara í sveitarfélaginu Teguise á Lanzarote, sem er hluti af Kanaríeyjum, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum.
Slysið átti sér stað um klukkan 13:00 á svæði sem er vel þekkt fyrir stórbrotið landslag, erfiðan aðgang og vinsældir meðal svifflugsmanna vegna hagstæðra vinda og víðáttumikils útsýnis yfir Famara-ströndina.
Vegna erfiðrar staðsetningar var björgunarþyrla send tafarlaust á vettvang. Þegar björgunaraðilar komu á staðinn sem maðurinn var tókst þeim að komast að manninum en fljótlega var staðfest að hann hafði hlotið banvæna áverka.
Í kjölfarið tók lögreglan við málinu og hóf rannsókn á andláti mannsins.
Svifflug er vinsæl afþreying á svæðinu samkvæmt spænskum fjölmiðlum, bæði hjá ferðamönnum og íbúum, en ekki liggur fyrir hvort maðurinn bjó á svæðinu eða var ferðamaður.


Komment