
Kjartan Sævar Óttarsson er fallinn frá eftir að hafa gengið til liðs við úkraínska herinn til að berjast við Rússland. Bróðir Kjartans staðfesti andlát hans við fjölmiðla í gær.
Kjartan var 51 árs gamall og var búsettur í Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldu hans heyrðist síðast frá Kjartani þann 20. desember og sagðist hann verða sambandslaus í að minnsta kosti tvær vikur.
Fjölskyldan fékk síðan staðfestar upplýsingar um að Kjartan hefði látist 30. desember í drónaárás.
Þá hefur fjölskyldan beðist undan frekari viðtölum um málið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment