1
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

2
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

3
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

4
Heimur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna

5
Innlent

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum

6
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

7
Innlent

Gleðileg jól kæru lesendur

Til baka

Klofningshópur Sósíalista hallar sér að Kína

Fulltrúi Sósíalista ræddi við kínverska sendiherrann um hraðlest kringum Ísland og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Uppgjör verður um helgina hjá Sósíalistum.

Sæþór Benjamín randalsson
Með sendiherra KínaSæþór Benjamín Randalsson hittir hér kínverska sendiherrann, He Rulong, í kínverska sendiráðinu.
Mynd: Facebook / Sæþór Benjamín

„Ég hafði þann ótrúlega heiður að vera boðið í kínverska sendiráðið á Íslandi í dag og eyða tíma með sendiherranum, He Rulong,“ sagði Sæþór Benjamín Randalsson, meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands, í færslu á Facebook í síðustu viku.

Sæþór er hluti af þeim hópi sem staðið hefur gegn núverandi formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, Gunnari Smára Egilssyni. Framundan er uppgjör á aðalfundi Sósíalistaflokksins á laugardag þar sem kallað er eftir formannsskiptum.

Gunnar Smári vekur máls á því í dag að meðlimurinn sem upphaflega reisti ágreininginn við hann, deilir færslu Sæþórs undir þeim formerkjum að þar fari næsti formaður. „Verðandi formaður Sósíalistaflokksins hitti sendiherra Kína (allir mæta á aðalfundinn 24. maí og kjósa),“ sagði Karl Héðinn.

„Það skrítna er að Karl Héðinn Kristjánsson, andófsmaður í Sósíalistaflokknum, dreifði þessum status inn á spjallþráð þeirra sem stefna á yfirtöku á Sósíalistaflokknum með þessum orðum,“ sagði Gunnar Smári í skilaboðum til félagsmanna í morgun.

Ræddu Sólveigu Önnu

Færslu Sæþórs var vel tekið af þeim hópi sem helst hefur gagnrýnt Gunnar Smára og hans nánasta fylgisfólk. Þar á meðal eru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, þar sem Sæþór starfar, og Trausti Breiðfjörð Magnússon.

„Ég er mjög þakklát fyrir þessa reynslu. Kína og afrek þess undir forystu flokksins hafa verið innblásandi að fylgjast með og erlendir sendiherrar þeirra, allir meðlimir flokksins, eru mjög fagmannlegir í starfi sínu. Ísland gæti lært margt af því hvernig á að beisla framleiðsluafl þjóðarinnar til að nota til að bæta hag allra borgara,“ segir Sæþór.

Hann ræddi samskipti Íslands og Kína, og svo formann Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur.

„Mér var boðið upp á ljúffengt kínverskt te og ég fékk að tala við sendiherrann um Eflingar og formann okkar, Sólveigu Önnu, sem hann var mjög forvitinn um. Við töluðum um samskipti Íslands og Kína og ég fékk að spyrja um Kínverska utanríkismálaháskólann.“

Þá kynnti Sæþór kínverska sendiherranum hugmyndir um innviðauppbyggingu. „Ég kynnti hugmyndina um að fá hraðlest umhverfis eyjuna og þóríumofn til að knýja hana, ásamt því að hjálpa okkur að þjálfa verkfræðinga við háskólann okkar til að þjónusta hana, en ég held að ég gæti þurft aðeins meira pólitískt vald til að klára samninginn.“

Sæþór tilkynnti í dag framboð sitt í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, eins og síðustu tvö ár, og hefur lagt fram stefnuskrá sem horfir til starfsaðferða Eflingar.

„Efling hefur verið frábært dæmi um hvernig hægt er að endurvekja virka stéttabaráttu hér á Íslandi og við ættum að afrita ferlið inn í stjórnmálaflokkinn okkar,“ segir hann þar.

Unnið að formannskiptum

Karl Héðinn Kristjánsson svarar Gunnari Smára í umræðum á Rauða þræðinum, spjallsvæði Sósíalistaflokksins, með því að endurtaka ásakanir á hendur honum og kalla eftir formannsskiptum.

„Þú sviptir fólk launum, beitir andlegu ofbeldi og ferð með félögin eins og þinn einkaklúbb,“ segir Karl. „Þú hefur barist gegn valddreifingu, gegn svæðisfélögum og gegn því að félagsmenn fái reglulega upplýsingar og rödd í eigin hreyfingu. Ég vona að flokksmenn sjái í gegnum þetta leikrit og kjósi nýja forystu. Þá getum við farið í þá nauðsynlegu uppbyggingarvinnu sem þú hefur staðið í vegi fyrir.“

Sögulega séð hafa íslenskir sósíalistar reynt að rækta tengslin við Kína. Viðhorf íslenskra vinstrimanna til Kína þróaðist þó yfir í aukna gagnrýni á valdbeitingu Kommúnistaflokks Íslands. Síðustu áratugi hafa samskipti Íslands við Kína, bæði frá hægri og vinstri, almennt litast af viðskiptahagsmunum. Þannig var það ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem undirritaði fríverslunarsamning við Kína, þann fyrsta sinnar tegundar við evrópska þjóð.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Gleðileg jól kæru lesendur
Innlent

Gleðileg jól kæru lesendur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna
Heimur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum
Innlent

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu