1
Innlent

Sigurður Helgason er látinn

2
Pólitík

Jón Gnarr afþakkar boð í Spursmál

3
Heimur

Fjögurra barna faðir fannst látinn í klettasprungu á Spáni

4
Fólk

Jóhann Alfreð selur gullfallegt raðhús

5
Innlent

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

6
Menning

Sigurlíkur VÆB hafa aldrei verið betri

7
Innlent

Páll Óskar flytur ávarp á samstöðufundi fyrir Palestínu

8
Landið

Mála Silfurtorg á Ísafirði í litum trans fánans

9
Innlent

Ísraelar drápu 65 manns „á meðan íslenska þjóðin svaf með sælubros á vör“

10
Innlent

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni

Til baka

Kona réðist á pítsasendil með hnefahöggum í andlitið

Berserkur handtekinn á hótelherbergi.

Lögreglan
Mynd: Lára Garðarsdóttir

Níu manns gista fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir gærkvöldið og nóttina. Alls voru 74 mál bókuð í kerfum lögreglunnar á þessu tímabili. Hér eru nokkur dæmi.

Víðáttuölvaður einstaklingur dundaði sér við að brjóta rúður á hóteli í Reykjavík. Þar sem hann var ekki í nokkru ástandi til þess að vera meðal almennings var hann vistaður í fangaklefa.

Þá rændi kona síma af pítsasendli og þegar sendillinn elti hana veittist hún að honum með hnefahöggum í andlitið. Var hún í annarlegu ástandi og vistuð í klefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynning barst einnig um eld sem reyndist vera í grilli matsölustaðar í Reykjavík. Gekk slökkviliðinu vel að slökkva eldinn og engar meiriháttar skemmdir urðu í eldhúsinu, fyrir utan eldunartækið.

Ökumaður sem síendurtekið hefur verið tekinn án ökuréttinda, hélt áfram uppteknum hætti en þegar lögreglan stöðvaði hann reyndist hann einnig vera á nagladekkjum. Á ökumaðurinn yfir höfði sér sekt.

Þá barst lögreglunni tilkynning um mann sem væri að ganga berseksgang á hótelherbergi. Hafði hann haft orð á því að ef lögreglan mætti á svæðið myndi hann slást við hana. Rætt var við aðilann í herberginu, sem var vægast sagt í annarlegu ástandi vegna fíkniefnanotkunar og var óútreiknanlegur í hegðun. Æstist hann og róaðist til skiptis. Inni í herberginu mátti sjá meint fíkniefni. Var bersekurinn að lokum handtekinn og fluttur á lögreglustöðina við Hlemm, þar sem meiri fíkniefni fundust á honum. Var hann vistaður í klefa.

Og enn um hótel, en tilkynnt var um innbrot á hótelherbergi þar sem heyrnartólum, vegabréfi og fleiru var stolið en málið er í rannsókn. Einnig bar brotist inn á annað hótel þar sem hurð var spennt upp aftan við húsið og farið þar inn. Þegar lögregluna bar að garði var enginn í húsinu en málið er í rannsókn.

Innbrotatilkynningarnar voru fleiri en ein slík barst um innbrot í húsnæði félagssamtaka í gegnum glugga. Þá barst einnig tilkynning um þrjót sem var að brjótast inn í húsnæði með verkfæri en sá hljóp í burtu. Málin tvö eru bæði í rannsókn.

Lögreglunni sem annast útköll í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi, barst tilkynning um eld í þvottavél á heimili. Búið var að slökkva eldinn þegar lögreglan kom á vettvang.

Sömu lögreglu barst tilkynning um óvelkomna menn sem höfðu brotið upp lyklabox og komið sér fyrir í sameign fjölbýlis. Voru þeir drukknir og vel kunnugir lögreglunni. Voru þeir vistaðir í klefa.

Kópavogs - og Breiðholtslögreglunni barst tilkynnig um sótölvaðan mann sem var ber að ofan með barefli við húsnæði í Breiðholtinu. Taldi hinn rokfulli maður að það væri hans mikla köllun að vernda húsið, í samræðum við lögregluna og sagðist ómögulega geta lofað því að halda ekki áfram uppteknum hætti. Var hann að endingu handtekinn og vistaður í klefa sökum ástands og brots á vopnalögum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Johnny Depp
Heimur

Johnny Depp mætti óvænt á veitingastað á Tenerife

Jón Óttar Ólafsson
Slúður

Ari Eldjárn hitti Jón Óttar

Eurovision
Menning

Alþjóðleg samtök síonista hvetja fólk til að kjósa Ísrael í kvöld

VÆB æfing eurovision 2025
Menning

Sigurlíkur VÆB hafa aldrei verið betri

Héraðsdómur Reykjavíkur
Innlent

Sveinbjörn játaði líkamsárás fyrir dómi

Ben Cohen
Heimur

Stofnandi Ben & Jerry’s handtekinn við mótmæli á Bandaríkjaþingi

marianna og indiana
Innlent

Ný kynfræðsluhandbók borgarinnar tekur mið af inngildingu