
Sjö gistu fangaklefa lögreglu í nótt53 mál komu á borð lögreglu
Mynd: Shutterstock
Í dagbók lögreglu frá því nótt er greint frá því að ökumaður hafi verið stöðvaður í akstri. Hann var grunaður að keyra undir áhrifum fíkniefna og án réttinda. Hann var látinn laus eftir hefðbundið ferli.
Tveir menn voru handteknir eftir að hafa hreiðrað um sig í sameign í fjölbýli. Þeir höfðu ollið skemmdum og farið inn án leyfis.
Lögreglan var kölluð til vegna umferðaróhapps. Þar hafði bifreið verið ekið aftan á aðra. Grunur vaknaði um að ökumaður annarrar bifreiðarinnar væri undir áhrifum áfengis. Sá var handtekinn og fluttur á lögreglustöð vegna málsins.
Lögregla var kölluð til vegna aðila sem voru að slást utan við krá í hverfinu. Málsatvik eru ljós og er málið í rannsókn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment