
Mynd: Shutterstock
Kristinn Svavarsson, saxófónleikari og kennari, er látinn, 78 ára að aldri, eftir skammvinn veikindi. Þetta kemur fram í frétt mbl.is.
Eiginkona hans, Þórunn Helga Guðbjörnsdóttir, greindi frá andláti hans í færslu á Facebook.
Kristinn fæddist 15. desember 1947 og ólst upp í Reykjavík. Hann átti langan og farsælan feril í íslensku tónlistarlífi og lék með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum árin, þar á meðal Brimkló, Musicamaxima, Midas, Pónik og Mezzoforte.
Auk þess tók Kristinn þátt í upptökum á fjölda hljómplatna með öðrum listamönnum og gaf einnig út eina sólóplötu á ferlinum.
Útför Kristins Svavarssonar fer fram frá Lindakirkju fimmtudaginn 29. janúar og hefst klukkan 13.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment