Mariusz Henryk Lewandowski hefur verið dæmdur í fangelsi en mál hans var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stuttu síðan.
Lewandowski var ákærður fyrir líkamsárás, með því að hafa, sunnudaginn 18. ágúst 2024, veist með ofbeldi að manni, utandyra í Reykjavík, og skallað hann í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut opið sár á nefi, nefbrot og heilahristing.
Hann játaði brot sitt en hann hafði brotið af sér áður á refsiverðan máta.
Hann var dæmdur í 60 daga fangelsi og er dómur hans skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá þarf Lewandowski einnig að greiða fórnarlambi sínu 537.899 krónur ásamt vöxtum í skaðabætur og sömuleiðis málskostnað þeirra beggja.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment