
EngeyUnnið er að því að bera kennsl á manneskjuna.
Mynd: Stephan Roeger - Shutterstock
Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar í gærkvöldi, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. RÚV sagði fyrst frá málinu.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu barst tilkynning um fundinn um klukkan níu í gær. Nú stendur yfir vinna við að bera kennsl á viðkomandi og kanna hvernig hann eða hún endaði í sjónum.
Samkvæmt Vísi var það fólk í skemmtisiglingu sem fann líkið.
Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment