Von er á mikilli rigningu á ákveðnum stöðum á landinu samkvæmt veðurspá sem Veðurstofa Íslands hefur sett á vef sinn og má búast við eldingum sunnanlands.
Horfur næsta sólarhringinn
Austan 8-15 m/s, en 15-23 við suðurströndina.
Dálitlar skúrir eða él á austanverðu landinu, en líkur á hellidembum og eldingum sunnanlands í fyrstu. Þurrt vestanlands, en smá væta á stöku stað síðdegis, styttir upp undir kvöld.
Stöku skúrir eða él fyrir austan á morgun, en léttskýjað að mestu vestantil. Dregur heldur úr vindi annað kvöld.
Hiti 0 til 6 stig, en um eða undir frostmarki á Norður- og Austurlandi.
Mynd: Thennicke
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment