Það var heldur betur stuð hjá áhrifavaldinum og matreiðslusnillingnum Lindu Ben í París en hún fór með eiginmanni sínum og vinafólki til Parísar.
„Góður matur og enn betri félagsskapur í París,“ skrifaði Linda við myndaveislu sem hún birti á samfélagsmiðlum.
Vel hefur gengið hjá Lindu á undanförnum árum en hún gaf út bókina Kökur fyrir nokkrum árum sem sló heldur betur í gegn og þá hefur hún einnig gert sjónvarpsþátt sem sýndur var á Stöð 2 fyrir jólin 2024. Þá má heldur ekki gleyma þeim kökumixum sem hún hefur gefið út og selt í bílförmum.
Eiginmaður Lindu er Ragnar Einarsson en hann starfar sem forstöðumaður færsluhirðingar Landsbankans og saman eiga þau tvö börn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment