1
Pólitík

Ungir Sjálfstæðismenn ráðast gegn Ingu Sæland í myndskeiði

2
Heimur

Frjósemisklíník klúðraði glasafrjóvgun

3
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys

4
Innlent

Vara við notkun á glösum úr Flying Tiger

5
Heimur

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife

6
Fólk

Það stefnir allt í kojufyllirí hjá Önnu Kristjáns

7
Innlent

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks

8
Innlent

Listería í íslenskum grænmetisbollum

9
Heimur

Rússneskur hermaður myrti konu eftir fimm klukkustunda gíslatöku

10
Innlent

Vistaður í fangaklefa „í þágu almannafriðar og allsherjarreglu“

Til baka

„Lögin hans og textarnir eru svo náttúrulega bara samofin æðakerfinu í okkur öllum“

Margir minnast Magnúsar Eiríkssonar sem lést í gær.

Magnús Eiríksson2
Magnús EiríkssonHinn mikli meistari lést í gær
Mynd: Græni hatturinn

Einn ástsælasti tónlistarmaður Íslandssögunnar, Magnús Eiríksson, lést í gær, áttræður að aldri. Fjölmargir hafa minnst Magnúsar á Facebook en hér má sjá falleg minningarorð nokkurra þekktra einstaklinga.

Söng- og baráttukonan Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína, þakkar Magnúsi fyrir hans frábæru tónlist:

„Far vel Magnús Eiríksson.

Takk fyrir þitt stórkostlega tónlistarverk.

Takk fyrir að deila með okkur þínum yndislegu melódíum og frábæru textum, oft svo hárbeittum en alltaf yfirfullum af mennsku, kærleika og húmor.

Takk.“

Fjölmiðlamaðurinn víðlesni, Egill Helgason skrifaði einnig fallega um Mannakornskonunginn og lét fylgja hlekk á lag Magnúsar, Gleði og friðarjól.

„Það er svo margt fallegt og gott hægt að segja um Magga Eiríks - og ég veit að það verður gert næstu daga. Ég ætla að láta mér nægja að segja hvað ég er þakklátur honum um hver jól fyrir að hafa samið fallegasta og innilegasta jólalag seinni tíma á Íslandi. Jú jólin er nýliðin, en þetta gleður mig í desember hvert ár. Og ekki spillir frábær söngur Pálma félaga hans í tónlistinni til margra áratuga.“

Fellbæska tónskáldið Þórunn Gréta Sigurðardóttir kallar Magnús „andans risa“ í færslu á Facebook og sagði hann hafa verið „einstakt ljúfmenni“.

„Annar andans risi innan íslenska listalífsins fallinn frá á óhugnanlega stuttum tíma. Ég þekkti Magnús ekki mikið en var fastagestur í Rín lengi vel. Einstakt ljúfmenni og spjallaði og sýndi fram og til baka þótt hann vissi örugglega sem var að það væri ekkert svakalega mikill peningur í þessum tvítugu hippavösum. Lögin hans og textarnir eru svo náttúrulega bara samofin æðakerfinu í okkur öllum. Takk fyrir allt. Farvel.“

Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifaði einnig afar fallega færslu um Magnús.

„Magnús Eiríksson allur. Hvíl í friði örláti meistari. Þú skrifaðir um Ómissandi menn en fangaðir okkur með tónlist þinni og textum. Fjölskyldu Magga sendi ég mínar samúðarkveðjur og mig langar ekkert meira en að syngja lagið Samferða, helst alla helgina, hástöfum, svo það megi vera áminning til sjálfrar mín um að enginn gengur einn og öll erum við samferða.“

Þá minnist tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson einnig á Magnús og sendir þjóðinni djúpar samúðarkveðjur.

„Hlusta nú á Magnús Eiríksson syngja Ómissandi fólk.

Hann er farinn frá okkur; okkar albesti laga- og textahöfundur. Harmafregn. Ég sendi vinum hans og fjölskyldu dýpstu samúðarkveðjur - já og þjóðinni allri.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Rússneskur hermaður myrti konu eftir fimm klukkustunda gíslatöku
Heimur

Rússneskur hermaður myrti konu eftir fimm klukkustunda gíslatöku

Hafði áður sloppið við refsingu fyrir heimilisofbeldi
Frjósemisklíník klúðraði glasafrjóvgun
Heimur

Frjósemisklíník klúðraði glasafrjóvgun

Fréttamaðurinn Don Lemon handtekinn vegna mótmæla gegn ICE
Myndband
Heimur

Fréttamaðurinn Don Lemon handtekinn vegna mótmæla gegn ICE

Listería í íslenskum grænmetisbollum
Innlent

Listería í íslenskum grænmetisbollum

Vara við notkun á glösum úr Flying Tiger
Innlent

Vara við notkun á glösum úr Flying Tiger

Sjálfstæðisflokkurinn logar
Slúður

Sjálfstæðisflokkurinn logar

Það stefnir allt í kojufyllirí hjá Önnu Kristjáns
Fólk

Það stefnir allt í kojufyllirí hjá Önnu Kristjáns

Ungir Sjálfstæðismenn ráðast gegn Ingu Sæland í myndskeiði
Myndband
Pólitík

Ungir Sjálfstæðismenn ráðast gegn Ingu Sæland í myndskeiði

Ugla varar við fangelsisvæðingu hæliskerfisins
Innlent

Ugla varar við fangelsisvæðingu hæliskerfisins

Segir hótanir gegn Íran minna á aðdragana Íraksstríðsins
Heimur

Segir hótanir gegn Íran minna á aðdragana Íraksstríðsins

Lögreglan leitar að lestarperra í Lundúnum
Heimur

Lögreglan leitar að lestarperra í Lundúnum

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife
Heimur

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks
Innlent

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks

Minning

Kristinn Svavarsson er fallinn frá
Minning

Kristinn Svavarsson er fallinn frá

„Lögin hans og textarnir eru svo náttúrulega bara samofin æðakerfinu í okkur öllum“
Minning

„Lögin hans og textarnir eru svo náttúrulega bara samofin æðakerfinu í okkur öllum“

Jóhannes Sigurjónsson er látinn
Minning

Jóhannes Sigurjónsson er látinn

Þórður S. Gunnarsson er fallinn frá
Minning

Þórður S. Gunnarsson er fallinn frá

Björgvin Haukur Jóhannsson er látinn
Minning

Björgvin Haukur Jóhannsson er látinn

Vilhelm Guðmundsson er fallinn frá
Minning

Vilhelm Guðmundsson er fallinn frá

Loka auglýsingu