
Lögreglan á Vestfjörðum sætir nokkurri gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir birtingu á mynd sem búin var til af gervigreind.
„Nú er genginn í garð tími fjárleita og víða er sauðfé smalað þessi misserin. Því fylgir að nokkuð af fé og smölum geta á tíðum verið á vegum á svæðinu og við vegi,“ stendur í færslu lögreglu.
„Ökumenn eru hvattir til að sýna sauðkindinni, afkomendum hennar, bændum og smölum tillitsemi og stilla aksturslagi og ökuhraða í hóf í samræmi við aðstæður.“

„Æ þið hljótið að geta fundið mynd sem er ekki búin til af gervigreind og af íslenskum kindum, er það ekki?“ skrifar Eiríkur Valdimarsson við færsluna.
„Já mjög óeðlileg mynd .... löggunni tamt aða nota Al,“ segir Jóhann G Gunnarsson um málið.
„Getið þið sleppt því að nota gervigreind?“ skrifar Ásgerður Erla.
Flestar athugasemdirnar, þegar þessi frétt er skrifuð, er fólk að láta í ljós óánægju sína varðandi gervigreindarnotkun lögreglunnar en þó eru nokkrir sem grípa til varna fyrir hana. Alls hafa verið ritaðar 31 athugasemdir í heildina.
Komment