
Upp komu ýmiss mál hjá lögreglunni í nótt en hún fjallar um þau í dagbók sinni.
Ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en hann var látin laus að lokinni blóðsýnatöku. Annar ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en svo kom í ljós að hann hefur ekki að öðlast ökuréttindi. Sá var einnig grunaður um vörslu fíkniefna. Hann var látin laus að lokinni blóðsýnatöku.
Tilkynnt var um þrjá aðila að stela í verslun og málið var afgreitt á vettvangi. Tilkynnt var um aðila grýta eggjum í hús tilkynnanda, lögregla fór á vettvang en fundu ekki eggjakastarana.
Lögreglan aðstoðaði erlendan ferðamann að komast á Keflavíkurflugvöll að hans ósk. Þá fékk lögreglan hávaðakvörtun úr heimahúsi, lögregla fór á vettvang og bað húsráðanda að lækka. Tilkynnt var um tvo aðila að stela vörum úr verslunarmiðstöð og var málið afgreitt á vettvangi. Þá var tilkynnt um hávaða í heimahúsi og lögregla fór að vettvang. Reyndist hávaðinn vera ungmenni að hafa gaman og var málið ekki metið sem lögreglumál.
Komment