1
Fólk

Selja risa einbýli á grínverði

2
Pólitík

Sonur ráðherra býður sig fram

3
Innlent

Bóndi á Íslandi dæmdur í fangelsi

4
Heimur

Drengur sem lögregla taldi látinn reyndist á lífi á sjúkrahúsi

5
Heimur

Fyrrverandi eiginkona Björns Ulvaeus, Lena, er látin

6
Heimur

Par fannst látið við grunsamlegar aðstæður á Kanarí

7
Fólk

Linda Ben opnar fyrir leyndarmálin

8
Innlent

Hjálpsamur einstaklingur fann þýfi

9
Fólk

Stefán hefur áhyggjur af ringluðum helgarpöbbum

10
Heimur

Skyndilegt andlát Doug LaMalfa veikir stöðu Repúblikana á Bandaríkjaþingi

Til baka

Lyfja gefst upp á Eskifirði

„Þessi rekstur er fullreyndur“

Eskifjordur
Hinn fagri EskifjörðurLyfja sér sér ekki fært að hafa verslun á Eskifirði.
Mynd: East.is

Lyfja hefur ákveðið að hætta rekstri útibúsins á Eskifirði um næstu mánaðamót. Samkvæmt Þórbergi Egilssyni, forstöðumanni verslanasviðs Lyfju, hefur reksturinn ekki verið sjálfbær í nokkur ár og sé nú talið fullreynt að halda honum úti.

„Við höfum verið með þjónustu á Eskifirði til margra ára og höfum nú tekið vandlega íhugaða ákvörðun og ekki af neinni léttúð. Læknisþjónusta á Eskifirði hefur minnkað mikið og hún er forsenda lyfjaútibús. Við hörmum þessa ákvörðun en þessi rekstur er fullreyndur,“ segir Þórbergur í samtali við Austurfrétt.

Útibúið hefur hingað til verið opið frá kl. 12 til 16 á virkum dögum. Áfram verður boðið upp á þjónustu í apóteki Lyfju í Neskaupstað, sem er opið frá 10 til 18 virka daga, og á Reyðarfirði, þar sem opnunartíminn er frá 11 til 18. „Við erum með öfluga starfsemi á þessum stöðum og leggjum okkur áfram fram um að þjónusta samfélagið í Fjarðabyggð, sem okkur þykir mjög vænt um, eins vel og okkur er unnt,“ bætir Þórbergur við.

Tveir starfsmenn hafa starfað í útibúinu á Eskifirði og mun þeim báðum standa til boða að flytjast yfir í starf á Reyðarfirði. Engar uppsagnir verða því vegna lokunarinnar.

Þórbergur segir að enn sé verið að skoða hvort gripið verði til sérstakra aðgerða til að mæta þörfum Eskfirðinga sem eiga erfitt með að nýfta sér þjónustu annars staðar. „Við höfum skilning á þörfum mismunandi hópa og munum leggja okkur fram um að koma til móts við fólk og þeirra persónulegu þarfir,“ segir hann að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Karl og kona rekin úr landi fyrir þjófnað
Innlent

Karl og kona rekin úr landi fyrir þjófnað

Fólkið hafði dvalið á Íslandi í tvö ár og oft komist í kast við lögin
Fyrrverandi eiginkona Björns Ulvaeus, Lena, er látin
Heimur

Fyrrverandi eiginkona Björns Ulvaeus, Lena, er látin

Cardi B kennir karlmönnum að borða banana
Myndband
Heimur

Cardi B kennir karlmönnum að borða banana

Hljóðbylgjur gætu slökkt skógarelda í framtíðinni
Heimur

Hljóðbylgjur gætu slökkt skógarelda í framtíðinni

Baldur segir Grænlandsmálið komið á „nýtt og enn alvarlegra stig“
Innlent

Baldur segir Grænlandsmálið komið á „nýtt og enn alvarlegra stig“

Linda Ben opnar fyrir leyndarmálin
Fólk

Linda Ben opnar fyrir leyndarmálin

Skyndilegt andlát Doug LaMalfa veikir stöðu Repúblikana á Bandaríkjaþingi
Heimur

Skyndilegt andlát Doug LaMalfa veikir stöðu Repúblikana á Bandaríkjaþingi

„Vecna“ tjáir sig um kenningar um leynilegan lokaþátt Stranger Things
Heimur

„Vecna“ tjáir sig um kenningar um leynilegan lokaþátt Stranger Things

Selja risa einbýli á grínverði
Myndir
Fólk

Selja risa einbýli á grínverði

Dómarinn í spillingarmáli Netanyahu lést í mótorhjólaslysi
Heimur

Dómarinn í spillingarmáli Netanyahu lést í mótorhjólaslysi

Björn fær týnt veski sitt sent heim frá Kaupmannahöfn eftir keðju góðverka
Fólk

Björn fær týnt veski sitt sent heim frá Kaupmannahöfn eftir keðju góðverka

Sonur ráðherra býður sig fram
Pólitík

Sonur ráðherra býður sig fram

Landið

Mikið frost á fróni í kortunum
Landið

Mikið frost á fróni í kortunum

Ískalt verður á Íslandi
Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð
Landið

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð

Pálmi Gestsson, fífldjarfur leigubílstjóri og Dimma í miklu uppáhaldi lesenda
Landið

Pálmi Gestsson, fífldjarfur leigubílstjóri og Dimma í miklu uppáhaldi lesenda

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Lax slapp úr eldisstöð í Vestmannaeyjum
Landið

Lax slapp úr eldisstöð í Vestmannaeyjum

Loka auglýsingu