1
Innlent

„Erum hreinlega í skýjunum eftir þessar frábæru fréttir“

2
Peningar

Tólf tekjuhæstu á Vestfjörðum afhjúpaðir

3
Innlent

Bíl eins besta söngvara Íslands stolið

4
Peningar

Fyrsti veitingastaður Íslands með sólarhrings gervigreindarþjónustu

5
Fólk

Hættir eftir tæpa þrjá mánuði í starfi

6
Innlent

Brennandi bifreið við matvöruverslun fannst ekki

7
Innlent

Veðurhorfur næstu daga

8
Innlent

„Við Íslendingar viljum sterkt og opinbert heilbrigðiskerfi“

9
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttökuna

10
Fólk

Anna hélt sína eigin Menningarnótt á Tenerife

Til baka

Lyfja gefst upp á Eskifirði

„Þessi rekstur er fullreyndur“

Eskifjordur
Hinn fagri EskifjörðurLyfja sér sér ekki fært að hafa verslun á Eskifirði.
Mynd: East.is

Lyfja hefur ákveðið að hætta rekstri útibúsins á Eskifirði um næstu mánaðamót. Samkvæmt Þórbergi Egilssyni, forstöðumanni verslanasviðs Lyfju, hefur reksturinn ekki verið sjálfbær í nokkur ár og sé nú talið fullreynt að halda honum úti.

„Við höfum verið með þjónustu á Eskifirði til margra ára og höfum nú tekið vandlega íhugaða ákvörðun og ekki af neinni léttúð. Læknisþjónusta á Eskifirði hefur minnkað mikið og hún er forsenda lyfjaútibús. Við hörmum þessa ákvörðun en þessi rekstur er fullreyndur,“ segir Þórbergur í samtali við Austurfrétt.

Útibúið hefur hingað til verið opið frá kl. 12 til 16 á virkum dögum. Áfram verður boðið upp á þjónustu í apóteki Lyfju í Neskaupstað, sem er opið frá 10 til 18 virka daga, og á Reyðarfirði, þar sem opnunartíminn er frá 11 til 18. „Við erum með öfluga starfsemi á þessum stöðum og leggjum okkur áfram fram um að þjónusta samfélagið í Fjarðabyggð, sem okkur þykir mjög vænt um, eins vel og okkur er unnt,“ bætir Þórbergur við.

Tveir starfsmenn hafa starfað í útibúinu á Eskifirði og mun þeim báðum standa til boða að flytjast yfir í starf á Reyðarfirði. Engar uppsagnir verða því vegna lokunarinnar.

Þórbergur segir að enn sé verið að skoða hvort gripið verði til sérstakra aðgerða til að mæta þörfum Eskfirðinga sem eiga erfitt með að nýfta sér þjónustu annars staðar. „Við höfum skilning á þörfum mismunandi hópa og munum leggja okkur fram um að koma til móts við fólk og þeirra persónulegu þarfir,“ segir hann að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Gunnar skrapar botninn hjá elítunni
Peningar

Gunnar skrapar botninn hjá elítunni

Er tekjulægstur hjá þeim tekjuhæstu
Krefst þess að Silja Bára taki poka sinn
Innlent

Krefst þess að Silja Bára taki poka sinn

Uppistandarinn Reggie Carroll skotinn til bana í Mississippi
Heimur

Uppistandarinn Reggie Carroll skotinn til bana í Mississippi

Jóhann Páll vill vernda Stórurð
Innlent

Jóhann Páll vill vernda Stórurð

Fimm blaðamenn drepnir í beinni útsendingu
Heimur

Fimm blaðamenn drepnir í beinni útsendingu

Tólf tekjuhæstu á Vestfjörðum afhjúpaðir
Peningar

Tólf tekjuhæstu á Vestfjörðum afhjúpaðir

Alvarleg hópsýking á spænsku fjögurra stjörnu hóteli
Heimur

Alvarleg hópsýking á spænsku fjögurra stjörnu hóteli

Hættir eftir tæpa þrjá mánuði í starfi
Fólk

Hættir eftir tæpa þrjá mánuði í starfi

Anna hélt sína eigin Menningarnótt á Tenerife
Fólk

Anna hélt sína eigin Menningarnótt á Tenerife

Bíl eins besta söngvara Íslands stolið
Innlent

Bíl eins besta söngvara Íslands stolið

Tveir fluttir á bráðamóttökuna
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttökuna

Fyrsti veitingastaður Íslands með sólarhrings gervigreindarþjónustu
Peningar

Fyrsti veitingastaður Íslands með sólarhrings gervigreindarþjónustu

Landið

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu
Myndband
Landið

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu

Myndband náðist af glæfralegum akstri túrista á Suðurlandi
Gunnar getur ekki hætt að hugsa um stúlkuna sem lést í Reynisfjöru
Landið

Gunnar getur ekki hætt að hugsa um stúlkuna sem lést í Reynisfjöru

Dúfnadauðinn í Eyjum enn óútskýrður
Landið

Dúfnadauðinn í Eyjum enn óútskýrður

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu
Landið

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu

Yfirlögregluþjónn hefur ekki trú á að hörmungarmyndbönd úr Reynisfjöru hjálpi
Landið

Yfirlögregluþjónn hefur ekki trú á að hörmungarmyndbönd úr Reynisfjöru hjálpi

Maður féll í Vestari-Jökulsá
Landið

Maður féll í Vestari-Jökulsá

Loka auglýsingu