1
Fólk

Ugla opnar á umræðu um líkamsþrif Íslendinga

2
Minning

Jóhannes Sigurjónsson er látinn

3
Fólk

Glæsilegt einbýlishús á rólegum stað í Grafarvogi á sölulista

4
Minning

Þórður S. Gunnarsson er fallinn frá

5
Fólk

Eitt flottasta hús Kópavogs til sölu

6
Heimur

Maður í lífshættu eftir að lögreglubíl var ekið á hann

7
Innlent

33 ára karlmaður gripinn með byssu

8
Heimur

Ferðamaður lést eftir hjartaáfall á strönd á Tenerife

9
Heimur

Bæjarstjóri hefur áhyggjur af öryggi fólks á Tenerife

10
Innlent

Einn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna

Til baka

Lyfja gefst upp á Eskifirði

„Þessi rekstur er fullreyndur“

Eskifjordur
Hinn fagri EskifjörðurLyfja sér sér ekki fært að hafa verslun á Eskifirði.
Mynd: East.is

Lyfja hefur ákveðið að hætta rekstri útibúsins á Eskifirði um næstu mánaðamót. Samkvæmt Þórbergi Egilssyni, forstöðumanni verslanasviðs Lyfju, hefur reksturinn ekki verið sjálfbær í nokkur ár og sé nú talið fullreynt að halda honum úti.

„Við höfum verið með þjónustu á Eskifirði til margra ára og höfum nú tekið vandlega íhugaða ákvörðun og ekki af neinni léttúð. Læknisþjónusta á Eskifirði hefur minnkað mikið og hún er forsenda lyfjaútibús. Við hörmum þessa ákvörðun en þessi rekstur er fullreyndur,“ segir Þórbergur í samtali við Austurfrétt.

Útibúið hefur hingað til verið opið frá kl. 12 til 16 á virkum dögum. Áfram verður boðið upp á þjónustu í apóteki Lyfju í Neskaupstað, sem er opið frá 10 til 18 virka daga, og á Reyðarfirði, þar sem opnunartíminn er frá 11 til 18. „Við erum með öfluga starfsemi á þessum stöðum og leggjum okkur áfram fram um að þjónusta samfélagið í Fjarðabyggð, sem okkur þykir mjög vænt um, eins vel og okkur er unnt,“ bætir Þórbergur við.

Tveir starfsmenn hafa starfað í útibúinu á Eskifirði og mun þeim báðum standa til boða að flytjast yfir í starf á Reyðarfirði. Engar uppsagnir verða því vegna lokunarinnar.

Þórbergur segir að enn sé verið að skoða hvort gripið verði til sérstakra aðgerða til að mæta þörfum Eskfirðinga sem eiga erfitt með að nýfta sér þjónustu annars staðar. „Við höfum skilning á þörfum mismunandi hópa og munum leggja okkur fram um að koma til móts við fólk og þeirra persónulegu þarfir,“ segir hann að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Steingervingur af dularfullri lífveru sýndur á Þjóðminjasafni Skotlands
Heimur

Steingervingur af dularfullri lífveru sýndur á Þjóðminjasafni Skotlands

Var hvorki planta né sveppur
Einræðisherra skellti sér í heilsulind
Myndband
Heimur

Einræðisherra skellti sér í heilsulind

Fjölskyldan birtir niðurstöður krufningar á Renee Good
Heimur

Fjölskyldan birtir niðurstöður krufningar á Renee Good

Bergrún Snæbjörnsdóttir gefur út fyrstu breiðskífuna
Menning

Bergrún Snæbjörnsdóttir gefur út fyrstu breiðskífuna

Jón Þór dæmdur fyrir barsmíðar eftir bjórhátíð
Innlent

Jón Þór dæmdur fyrir barsmíðar eftir bjórhátíð

Mel Brooks segir létti að Carl Reiner hafi ekki lifað að sjá morðið á syni sínum
Heimur

Mel Brooks segir létti að Carl Reiner hafi ekki lifað að sjá morðið á syni sínum

Rannsaka spilafíkn Íslendinga
Innlent

Rannsaka spilafíkn Íslendinga

Matvælastofnun varar við súkkulaðirúsínum
Innlent

Matvælastofnun varar við súkkulaðirúsínum

Jack White gerir stólpagrín að blaðamannafundi Trumps
Heimur

Jack White gerir stólpagrín að blaðamannafundi Trumps

Enskri knattspyrnugoðsögn haldið í gíslingu í Marokkó
Heimur

Enskri knattspyrnugoðsögn haldið í gíslingu í Marokkó

Bæjarstjóri hefur áhyggjur af öryggi fólks á Tenerife
Heimur

Bæjarstjóri hefur áhyggjur af öryggi fólks á Tenerife

Þrír látnir eftir skotárás í smábæ í Ástralíu
Heimur

Þrír látnir eftir skotárás í smábæ í Ástralíu

Suður-Kórea fyrsta landið þar sem lög um gervigreind taka gildi
Heimur

Suður-Kórea fyrsta landið þar sem lög um gervigreind taka gildi

Landið

Bleikjuseiði sluppu úr keri við Tálknafjörð
Landið

Bleikjuseiði sluppu úr keri við Tálknafjörð

Matvælastofnun barst nafnlaus ábending
Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Danskt herskip mætt á Seyðisfjörð
Landið

Danskt herskip mætt á Seyðisfjörð

Mikið frost á fróni í kortunum
Landið

Mikið frost á fróni í kortunum

Pálmi Gestsson, fífldjarfur leigubílstjóri og Dimma í miklu uppáhaldi lesenda
Landið

Pálmi Gestsson, fífldjarfur leigubílstjóri og Dimma í miklu uppáhaldi lesenda

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Loka auglýsingu