
Lögregla sinnti fjölmörgum verkefnum í nokkrum hverfum höfuðborgarsvæðisins í dag. Meðal mála var tilkynning um þjófnað í verslun, sem var afgreidd á vettvangi.
Í hverfi 105 var maður handtekinn grunaður um vændiskaup. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Þá var ökumaður stöðvaður í akstri fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar, sem lauk með sekt.
Alls voru sex ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Tveir þeirra voru stöðvaðir í Hafnarfirði, einn vegna gruns um ölvunarakstur og annar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sambærileg mál komu upp í Kópavogi og Garðabæ. Í öllum tilvikum voru ökumenn látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku.
Einnig barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í Breiðholti, þar sem einn maður var handtekinn en síðar látinn laus eftir skýrslutöku. Svo var tilkynnt um líkamsárás sem leiddi til minniháttar meiðsla, og málið var afgreitt með skýrslutöku af hlutaðeigandi aðilum.

Komment