1
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

2
Menning

Dóra hjólar í Ríkisútvarpið

3
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

4
Innlent

Kona tekin með kók á Keflavíkurflugvelli

5
Fólk

LEGO-hús til sölu í Seljahverfi

6
Heimur

TikTok-stjarna líflátin opinberlega

7
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

8
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

9
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

10
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

Til baka

Maðurinn með sverðið sá sami og kenndi börnum skylmingar í Kópavogi

Skjöldur Íslands gagnrýndi afskiptaleysi lögreglunnar þegar erlendur maður sveiflaði sverðum á Ingólfstorgi

Mariusz Zaworka
Maðurinn sem sveiflaði sverðum á IngólfstorgiMeðlimum frá Skildi Íslands líkaði ekki við sýningu hans.
Mynd: Víkingur

Skjöldur Íslands, nýr hópur manna sem segist vilja sinna öryggisgæslu til að vernda konur frá útlenskum mönnum, fór í sína fyrstu hverfisgöngu síðasta föstudag. Þá deildu meðlimir hópsins myndböndum og frásögnum af svokölluðu afskiptaleysi lögreglunnar þegar erlendur maður var „sveiflandi sverðum“ á Ingólfstorgi. Var þetta ein af réttlætingum þeirra fyrir þörf á aðkomu þeirra að löggæslu og eftirlit á almannafæri.

Meðlimir Skjaldar Íslands segjast hneykslaðar yfir því að lögreglan hafi einungis talað við manninn í myndbandinu en ekki fjarlægt hann eða tekið málið lengri. Maðurinn sést hins vegar oft á Lækjartorgi og setur hann reglulega upp skyndilegar götusýningar þar sem hann sveiflar geislasverðum, stöfum eða sverðum. Lögreglan er því kunnug um hátterni hans og þótti líklega ekki nauðsynlegt að grípa inn í það.

Maðurinn hefur komið fyrir í fréttum áður þegar foreldrum í Kópavogi varð brugðið við að sjá að hann var að kenna börnum í hverfinu sjálfsvörn. Maðurinn tók upp á því að kenna börnum og unglingum nálægt Hamraborginni tækni í skylmingum og sjálfsvörn. Meðferðis við þessa kennslu hafði hann kylfur, stafi og hnífa í bakpoka. Maðurinn deildi sjálfur myndböndum af atvikunum á netinu og fóru þau í dreifingu á hverfishópum á Facebook og voru foreldrar mjög ósáttir. Aðalvarðstjóri lögreglunnar í Kópavogi, Gunnar Hilmarsson, sagði í viðtali við DV í september 2024 að lögreglan væri að kanna málið.

Samkvæmt fréttum Vísis eru dæmi um að meðlimir Skjaldar séu með sakaferil að baki. Þá gaf hópurinn út yfirlýsingu í kjölfarið af umfjöllunum fjölmiðla í dag.

„Allt tal um rasista, nasista, þjóðernissinna og tengingu á merki okkar, letur og nafn hópsins er kjánaleg tilraun til að rakka okkur niður.“
Úr yfirlýsingu Skjaldar

„Allt tal um rasista, nasista, þjóðernissinna og tengingu á merki okkar, letur og nafn hópsins er kjánaleg tilraun til að rakka okkur niður. Auk þess er sú tilraun til að hjóla í fortíð okkar nokkuð sem við vissum að yrði. Við vissum að fortíð okkar yrði dæmd ... Kosturinn við fortíð okkar er það tækifæri að fá að breyta lífi sínu til hins betra og læra af henni, tileinka sér breytni og möguleika á að bæta. Við berum fortíð okkar vissulega en framtíð Íslands berum við öll. Þá vakt viljum við standa og köllum okkur því Skjöldur Íslands.“

Bent hefur verið á að merki Skjaldar er það sama og norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik notaði á titilsíðu ávarp síns til væntanlegra fylgismanna.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Eiginmaðurinn játaði brot sitt fyrir dómi
Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta
Myndband
Heimur

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta

Stjörnulögfræðingur vill flytja
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð
Heimur

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð

Féll niður brekku á Kanarí og lést
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum
Pólitík

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum

Sigríður Björk lætur af embætti
Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári
Innlent

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári

Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Eiginmaðurinn játaði brot sitt fyrir dómi
Sigríður Björk lætur af embætti
Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári
Innlent

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári

Boða nýjung í málefnum ungmenna
Innlent

Boða nýjung í málefnum ungmenna

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

Loka auglýsingu