1
Innlent

Ert þú sammála ákvörðun RÚV um að taka ekki þátt í Eurovision?

2
Minning

Eiríkur Stefán Eiríksson er látinn

3
Heimur

Leikkona varð fyrir bíl og lést

4
Fólk

Önnu leiðist hrein ósköp

5
Fólk

„Haltu kjafti, snúðu skafti og skíttu á þig þarna ríkisstjórn!“

6
Heimur

Dauði Yusuf litla vekur kröfu um nýjar reglur í bráðaþjónustu

7
Innlent

Kallar val á friðarverðlaunahafa Nóbels „nöturlegt grín“

8
Heimur

Kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni í Dyflinni

9
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

10
Pólitík

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar

Til baka

Maðurinn með sverðið sá sami og kenndi börnum skylmingar í Kópavogi

Skjöldur Íslands gagnrýndi afskiptaleysi lögreglunnar þegar erlendur maður sveiflaði sverðum á Ingólfstorgi

Mariusz Zaworka
Maðurinn sem sveiflaði sverðum á IngólfstorgiMeðlimum frá Skildi Íslands líkaði ekki við sýningu hans.
Mynd: Víkingur

Skjöldur Íslands, nýr hópur manna sem segist vilja sinna öryggisgæslu til að vernda konur frá útlenskum mönnum, fór í sína fyrstu hverfisgöngu síðasta föstudag. Þá deildu meðlimir hópsins myndböndum og frásögnum af svokölluðu afskiptaleysi lögreglunnar þegar erlendur maður var „sveiflandi sverðum“ á Ingólfstorgi. Var þetta ein af réttlætingum þeirra fyrir þörf á aðkomu þeirra að löggæslu og eftirlit á almannafæri.

Meðlimir Skjaldar Íslands segjast hneykslaðar yfir því að lögreglan hafi einungis talað við manninn í myndbandinu en ekki fjarlægt hann eða tekið málið lengri. Maðurinn sést hins vegar oft á Lækjartorgi og setur hann reglulega upp skyndilegar götusýningar þar sem hann sveiflar geislasverðum, stöfum eða sverðum. Lögreglan er því kunnug um hátterni hans og þótti líklega ekki nauðsynlegt að grípa inn í það.

Maðurinn hefur komið fyrir í fréttum áður þegar foreldrum í Kópavogi varð brugðið við að sjá að hann var að kenna börnum í hverfinu sjálfsvörn. Maðurinn tók upp á því að kenna börnum og unglingum nálægt Hamraborginni tækni í skylmingum og sjálfsvörn. Meðferðis við þessa kennslu hafði hann kylfur, stafi og hnífa í bakpoka. Maðurinn deildi sjálfur myndböndum af atvikunum á netinu og fóru þau í dreifingu á hverfishópum á Facebook og voru foreldrar mjög ósáttir. Aðalvarðstjóri lögreglunnar í Kópavogi, Gunnar Hilmarsson, sagði í viðtali við DV í september 2024 að lögreglan væri að kanna málið.

Samkvæmt fréttum Vísis eru dæmi um að meðlimir Skjaldar séu með sakaferil að baki. Þá gaf hópurinn út yfirlýsingu í kjölfarið af umfjöllunum fjölmiðla í dag.

„Allt tal um rasista, nasista, þjóðernissinna og tengingu á merki okkar, letur og nafn hópsins er kjánaleg tilraun til að rakka okkur niður.“
Úr yfirlýsingu Skjaldar

„Allt tal um rasista, nasista, þjóðernissinna og tengingu á merki okkar, letur og nafn hópsins er kjánaleg tilraun til að rakka okkur niður. Auk þess er sú tilraun til að hjóla í fortíð okkar nokkuð sem við vissum að yrði. Við vissum að fortíð okkar yrði dæmd ... Kosturinn við fortíð okkar er það tækifæri að fá að breyta lífi sínu til hins betra og læra af henni, tileinka sér breytni og möguleika á að bæta. Við berum fortíð okkar vissulega en framtíð Íslands berum við öll. Þá vakt viljum við standa og köllum okkur því Skjöldur Íslands.“

Bent hefur verið á að merki Skjaldar er það sama og norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik notaði á titilsíðu ávarp síns til væntanlegra fylgismanna.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Björgunarsveit Gaza flutti 52 manns í öruggt skjól undan storminum
Heimur

Björgunarsveit Gaza flutti 52 manns í öruggt skjól undan storminum

Að minnsta kosti 14 manns hafa látist í storminum.
Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision
Innlent

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot
Innlent

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí
Heimur

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí

Gullfallegt einbýli úr hruninu til sölu í Mosfellsbæ
Myndir
Fólk

Gullfallegt einbýli úr hruninu til sölu í Mosfellsbæ

Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar
Pólitík

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar

Helgi Valberg kynntur til leiks
Innlent

Helgi Valberg kynntur til leiks

Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni
Heimur

Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri
Innlent

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri

Kona tekin með rúm fjögur kíló af kóki í Leifsstöð
Innlent

Kona tekin með rúm fjögur kíló af kóki í Leifsstöð

„Ég hef aldrei hitt hamingjusaman spilafíkil en ég hef sungið yfir æði mörgum“
Fólk

„Ég hef aldrei hitt hamingjusaman spilafíkil en ég hef sungið yfir æði mörgum“

Kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni í Dyflinni
Heimur

Kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni í Dyflinni

Innlent

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision
Innlent

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision

„Er mikilvægt að ákvörðun RÚV í gær hafi ekki áhrif á samskipti Íslands við þjóðarmorðingjana?“
Sjö ára barn fékk aðstoð sálfræðings eftir að kona hrækti í andlit þess
Innlent

Sjö ára barn fékk aðstoð sálfræðings eftir að kona hrækti í andlit þess

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot
Innlent

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot

Helgi Valberg kynntur til leiks
Innlent

Helgi Valberg kynntur til leiks

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri
Innlent

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri

Kona tekin með rúm fjögur kíló af kóki í Leifsstöð
Innlent

Kona tekin með rúm fjögur kíló af kóki í Leifsstöð

Loka auglýsingu