
Mynd: Lára Garðarsdóttir
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að maður í líkamsræktarstöð hafi verið að hóta öðrum. Þegar lögreglan mætti á svæðið sagði vitni að mennirnir hefðu slegist og var einum vísað út úr ræktinni.
Þá var tilkynnt um dreng sem var sakaður um að brjóta rúðu í fjölbýli en hann var farinn þegar lögreglan mætti.
Ökumaður var stöðvaður í umferðinni með filmur í rúðum og á glitaugum. Sá á yfir höfði sér sekt.
Ökumaður var stöðvaður í umferðinni en tilkynnt hafði verið um aksturslagið hans. Hann reyndist undir áhrifum vímuefna og án ökuréttinda en var látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.
Lögreglan fékk tilkynningu um hnupl í matvörubúð og var það afgreitt á vettvangi að sögn lögreglu.
Komment