
CostcoCostco hefur ákveðið að innkalla vöruna frá viðskiptavinum
Mynd: Mannlíf
Matvælastofnun varar við neyslu á súkkulaðirúsínum af vörumerkinu Forest Feast sem seldar hafa verið í verslunum Costco á Íslandi. Ástæðan er mögulegt krosssmit af jarðhnetum og tréhnetum, sem ekki kemur fram í innihaldslýsingu vörunnar.
Að sögn Matvælastofnunar hefur innflytjandinn, Costco á Íslandi, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, ákveðið að innkalla vöruna frá viðskiptavinum sem keypt hafa hana.
Innköllunin á við um eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vörumerki: Forest Feast
- Vöruheiti: Belgian Milk Chocolate Jumbo Raisins
- Framleiðandi: Kestrel Foods Ltd.
- Innflytjandi: Costco á Íslandi
- Framleiðsluland: Bretland
- Lotunúmer / best fyrir: 5344136460/31-12-2026, 5345136460/31-12-2026, 5346136460/31-12-2026
- Dreifing: Costco, Kauptúni 3, Garðabær
Neytendur sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki. Þeim er ráðlagt að farga vörunni eða skila henni til verslunarinnar.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment