
Íris Helga Jónatansdóttir, sem hefur verið sökuð um að vera eltihrellir, segir við Heimildina að hún hafi fengið morðhótanir og vera þolandinn í þeim málum þar sem hún hefur sökuð um að ofsækja aðra.
„[É]g hef þurft að ganga i gegnum morðhótanir, heimsoknir heim til min og lögreglan náði loksins öllum hótunum á búkmyndavel, í hljóð og mynd. Ég hef verið elt inn í verslandir af þessu fólki [...],“ segir hún meðal annars við Heimildina.
Garpur Ingason Elísabetarson dagskrárgerðarmaður var fyrstur til að stíga fram og ásaka Írisi um ofsóknir og áreiti og í kjölfarið steig Sölvi Guðmundarson, fyrrum kærasti Írisar, fram og greindi frá sams konar ofbeldi en þau voru par í um það bil ár. Í ítarlegri frétt Heimildarinnar kemur fram að blaðið hafi rætt við níu mismunandi einstaklinga sem allir segja Írisi hafa með einhverju móti hrellt eða ofsótt sig í gegnum árin.
Íris segir að ásakanirnar hafi haft áhrif á líf sitt að miklu leyti og heldur hún því fram að henni hafi verið sagt upp störfum hjá Skarðshlíðarskóla eftir kvartanir um meint áreiti hennar.
Komment