1
Heimur

4 ára stúlka illa haldin eftir slys í vatnsrennibrautagarði á Kanarí

2
Fólk

„Andláti mínu hefur verið frestað“

3
Innlent

Umdeildur skólameistari fær sparkið

4
Innlent

Gefur í skyn að Inga hafi verið drukkin

5
Innlent

Maríanna Lind dæmd fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan Ölhúsið

6
Innlent

Farþegi lést í tveggja bíla árekstri við Stafdal

7
Heimur

Sló konu í rassinn og kýldi hana svo í höfuðið

8
Innlent

Blóðugur karlmaður fluttur á bráðamóttöku eftir vinnuslys

9
Innlent

Dómskerfið „véfengir og drusluskammar“ brotaþola, segir Drífa

10
Peningar

KALEO-strákarnir stofna fyrirtæki saman

Til baka

Menntamálaráðherra verður á sjúkrahúsi næstu daga

Guðmundur Ingi Kristinsson gat ekki svarað gagnrýni stjórnarandstöðunnar í morgun þar sem hann forfallaðist

Alþingi 71. grein
Guðmundur Ingi KristinssonSamkvæmt forseta Alþingis er Guðmundur ekki alvarlega veikur
Mynd: Víkingur

Við upphaf þingfundar í morgun hófu þingmenn stjórnarandstöðu harða gagnrýni á embættisfærslur Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, vegna málsins um skólameistara Borgarholtsskóla. Fljótlega kom þó í ljós að ráðherrann gat ekki mætt í salinn, þar sem hann liggur á sjúkrahúsi. Forseti Alþingis tók þó sérstaklega fram að hann væri ekki alvarlega veikur. Vísir greindi frá þessu.

Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hóf umræðuna og sagði: „Allir sem lesa þessa umfjöllun þeir vita að það er eitthvað stórkostleg að hjá ráðherrum Flokks fólksins,“ og vísaði þar í viðtal Morgunblaðsins við Ársæl Guðmundsson, fráfarandi skólameistara Borgarholtsskóla. Ingibjörg Isaksen og Guðlaugur Þór Þórðarson tóku undir gagnrýnina og lýstu alvarlegum áhyggjum sínum af störfum ráðherrans.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, ítrekaði ítrekað að málið heyrði ekki undir fundarstjórn forseta. En eftir að þrír þingmenn höfðu tekið til máls upplýsti hún loks að ráðherrann væri forfallaður vegna þess að hann væri á sjúkrahúsi.

Fleiri þingmenn sem síðan tóku til máls sendu ráðherranum batakveðjur en lýstu óánægju með að upplýsingarnar hefðu komið fram á miðjum fundi. Gagnrýni á embættisfærslur hans hélt þó áfram af hálfu stjórnarandstöðunnar.

Að lokum steig Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í ræðustól og sagði að ráðherrann væri ekki alvarlega veikur, en þyrfti þó að dvelja á spítala í nokkra daga.

„Það er ekki gott að við séum að ræða heilsufar einstakra ráðherra í pontu. Það er ekki um alvarlegt mál að ræða, ég vil bara að það komi fram hér svo það sé engin óþarfa dramatík um stöðu ráðherra. En það er vissulega svo að hann þurfti að fara á spítala í nokkra daga,“ sagði forsætisráðherra og bætti við að „svona aðstæður bara koma upp og þetta er óviðráðanlegt.“

Hún tók jafnframt fram: „Ef að um er spurt þá liggur alltaf fyrir hver staðgengill ráðherra er.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Skömm íslenskra stjórnvalda, fyrr og nú, er mikil“
Pólitík

„Skömm íslenskra stjórnvalda, fyrr og nú, er mikil“

Jódís Skúladóttir húðskammar ríkisstjórnina vegna nýju samgönguáætlunina.
Selja draumaeign við Elliðavatn
Myndir
Fólk

Selja draumaeign við Elliðavatn

Faðir Meghan Markle fluttur á gjörgæslu eftir bráðaaðgerð
Heimur

Faðir Meghan Markle fluttur á gjörgæslu eftir bráðaaðgerð

Birgir stofnar lögfræðiþjónustu
Peningar

Birgir stofnar lögfræðiþjónustu

Gefur í skyn að Inga hafi verið drukkin
Innlent

Gefur í skyn að Inga hafi verið drukkin

Unglingur laumaðist til að keyra
Innlent

Unglingur laumaðist til að keyra

Farþegi lést í tveggja bíla árekstri við Stafdal
Innlent

Farþegi lést í tveggja bíla árekstri við Stafdal

„Brýn jafnréttismál er varða karlmenn í samfélaginu eru virt að vettugi“
Innlent

„Brýn jafnréttismál er varða karlmenn í samfélaginu eru virt að vettugi“

Blóðugur karlmaður fluttur á bráðamóttöku eftir vinnuslys
Innlent

Blóðugur karlmaður fluttur á bráðamóttöku eftir vinnuslys

Læknir Matthew Perry gæti hlotið 40 ára fangelsisdóm í dag
Heimur

Læknir Matthew Perry gæti hlotið 40 ára fangelsisdóm í dag

Sló konu í rassinn og kýldi hana svo í höfuðið
Myndband
Heimur

Sló konu í rassinn og kýldi hana svo í höfuðið

Fyrrum miðherji Lakers, Elden Campbell er látinn
Minning

Fyrrum miðherji Lakers, Elden Campbell er látinn

Pólitík

Menntamálaráðherra verður á sjúkrahúsi næstu daga
Pólitík

Menntamálaráðherra verður á sjúkrahúsi næstu daga

Guðmundur Ingi Kristinsson gat ekki svarað gagnrýni stjórnarandstöðunnar í morgun þar sem hann forfallaðist
Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

„Skömm íslenskra stjórnvalda, fyrr og nú, er mikil“
Pólitík

„Skömm íslenskra stjórnvalda, fyrr og nú, er mikil“

Ríkisstjórnin ræður Halldór Oddsson í vinnu
Pólitík

Ríkisstjórnin ræður Halldór Oddsson í vinnu

Pútín sagði Guðlaugi Þór að „halda kjafti“
Pólitík

Pútín sagði Guðlaugi Þór að „halda kjafti“

Fyrsti formaður Pírata hefur áhuga á framtíðinni
Nærmynd
Pólitík

Fyrsti formaður Pírata hefur áhuga á framtíðinni

Loka auglýsingu