Ískalt veður á Íslandi í dag og næstu daga ef marka má spá Veðurstofu Íslands.
Mun frost á Akureyri og Egilsstöðum ná -12°C ef allt gengur eftir og þá mun snjóa hér og þar á landinu á næstu dögum, þó mest á Austurlandi og Vestfjörðum.
Veðurspá Veðurstofu
Norðlæg átt 3-10 m/s, en norðvestan 10-15 við austurströndina. Él norðaustantil, annars víða léttskýjað. Heldur vaxandi austanátt vestanlands í kvöld. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Austlæg átt 5-15 á morgun, hvassast syðst. Él á austanverðu landinu, en yfirleitt bjartviðri vestantil. Bætir í vind annað kvöld, áfram kalt í veðri.
Á fimmtudag: Austan og norðaustan 5-13 m/s, en 13-20 suðaustanlands. Bjart með köflum suðvestan- og vestanlands, annars skýjað og víða él. Frost 0 til 8 stig.
Á föstudag: Norðaustan 8-18 m/s, hvassast við suðausturströndina. Él norðan- og austantil, annars þurrt. Hægari með kvöldinu, hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag: Norðlæg átt og kalt í veðri. Stöku él norðanlands, en léttskýjað á sunnanverðu landinu.


Komment