1
Innlent

Jarðskjálfti varð undir húsi í Grindavík

2
Innlent

Hinn látni var með framheilabilun

3
Menning

Útlitið nokkuð svart hjá VÆB

4
Innlent

Fimm handteknir vegna andláts

5
Fólk

Silfurrefurinn kveður

6
Menning

Fíkniefni sögð mögulega spila hlutverk í andláti poppstjörnu

7
Innlent

Lögreglan leitar að Jakup

8
Heimur

Grænlenski „sonur Trumps“

9
Innlent

Þetta er hinn íslenski kafbátur

10
Pólitík

Ný varnarstefna: Íslendingar fá sér kafbát

Til baka

Mikið trygglyndi innan fjölskyldu Sigmundar: „Menn svikju ekki KEA“

Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður rifjar upp sögu frá því að hann bjó á Akureyri.

Sigmundur Ernir Rúnarsson
Mynd: Stundin/Kristinn Magnússon

Alþingismaðurinn Sigmundur Ernis Rúnarsson rifjar upp áhugaverða fjölskyldusögu frá því að hann bjó á Akureyri en hann skrifaði pistil um fatamál sem kom upp innan fjölskyldu hans.

„Það var einhver fullnusta í orðinu. KEA hafði svarið við því sem að var spurt. Og löngum var það svo í endilöngum Eyjafirðinum að ef það fékkst ekki í Kaupfélaginu, þá þurfti maður ekki á því að halda,“ skrifaði Sigmundur í pistlinum sem birtist á Akureyri.net.

„Það var að minnsta kosti almælt í fjölskyldu minni, og gekk raunar miklu lengra í munni marga þeirra hörðustu í ættboganum þeim arna, því ef það fékkst ekki í búðinni okkar, þá var það ekki til – og hafði ekki verið framleitt.“

En honum er minnisstæðust sagan af móðurömmu sinni sem hafði einsett sér, ein og sömu jólin, að kaupa nýja nælonskyrtu á bónda sinn í tilefni hátíðanna. En hún var þá að verða veik á saumunum  og ekki lengur í boði að láta hann sjá sig svona aflaga til fara.

Ein blússa

„En á síðustu dögum aðventunnar kom í ljós að skyrturnar af sömu sortinni voru uppurnar í Herrafatadeild KEA. Og hvað var til ráða? Flíkina varð hann að fá. Hún laumaði sér inn í Amaro, svo lítið bar á, og verslaði þar eina blússu á ektamakann. Hann yrði ekki í nokkrum færum að sjá muninn.

Annað kom á daginn. Afi fann það sjálfsagt á lyktinni. Strax og hann var búinn að taka utan af gjöfinni sá hann að samvinnuhugsjónin lék ekki um sjálfa flíkina, en hún væri líklega úr búðum auðvaldsins. En hvort kona sín hefði svikið lit?“ skrifar ritstjórinn fyrrverandi.

Forboðinn fatnaður

Samkvæmt Sigmundi játaði hún á sig sökina með kökk í hálsinum á öðrum degi jóla.

„Það segir svo af samvistum hjónanna í Gilsbakkavegi að afi hafði það ekki í sér að skila skyrtunni, því hann færi ekki inn í hvaða búðir sem væri, og hann vildi heldur ekki henda henni, enda gjöf frá ektakvinnu sinni, en hann myndi aldrei ganga í þessum forboðna fatnaði. Það væri hans síðasta.

Menn svikju ekki KEA.“


Komment


Heradsdomur-sudurlands
Innlent

Einn úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald

Bónus
Peningar

Verðlag hækkar í Bónus um 1,8% frá desember

Gunnar Smári Egilsson
Innlent

Gunnar Smári boðar til skyndifundar

Arnar Gunnlaugsson
Sport

Orri Steinn gerður að fyrirliða hjá nýjum landsliðsþjálfara

maisie-trollette-first-foremost600w-e1723714997443
Heimur

Ein elsta dragdrottning heims látin

Kókaín bátur í Bretlandi
Heimur

Drukknir smyglarar teknir með tonn af kókaíni