
Aðalmeðferð í máli Margrét Löf fer fram í 3. og 4. nóvember í Héraðsdómi Reykjaness en DV greinir frá þessu.
Margrét er ákærð fyrir manndráp á Hans Löf, sem var faðir Margrétar, og fyrir tilraun til að myrða móður hennar.
Í ákærunni er Margrét sögð hafa svipt Hans lífi „með höggum og spörkum og öðrum brögðum, gripum, tökum og þrýstings og yfirfærslu á þunga, sem beindust einkum að höfði hans, búk og útlimum.“
Greint hefur frá því að móðir Margrétar hafi heimsótt hana reglulega í fangelsi þar sem hún er vistuð í gæsluvarðhaldi meðan hún bíður réttarhalda og verið í stöðugu símasambandi.
„Þetta er ekki eins óalgengt og margir halda. Mörg dómafordæmi liggja fyrir um mál þar sem þessar aðstæður eru uppi. Þrátt fyrir að gerandi sé sakaður um að hafa gert eitthvað í hlut einhvers þá sækist brotaþoli samt eftir því að heimsækja viðkomandi,“ sagði Sigurður Ólafsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, um málið.
Komment