
Mótmælendur trufluðu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á veitingastað skammt frá Hvíta húsinu þar sem hann var kallaður „Hitler samtímans“.
Trump var að borða á Joe’s Seafood, Prime Steak & Stone Crab á 15. stræti í Washington D.C. ásamt varaforseta sínum, J.D. Vance, og varnarmálaráðherra, Pete Hegseth, þegar mótmælendur réðust inn með palestínska fána og kölluðu slagorð að forsetanum.
Þeir hrópuðu m.a.: „Frjáls D.C., frjáls Palestína, Trump er Hitler samtímans.“
Á myndbandi má sjá Trump virðast hunsa hróp mótmælenda og tala við aðra gesti, á meðan Vance gekk að borði og bað viðstadda um að njóta máltíðarinnar þrátt fyrir lætin. Hegseth virtist hins vegar beina sjónum sínum að mótmælendum.
Samkvæmt heimildum var Trump bæði fagnað og baulað á þegar hann steig út úr limósínu sinni og inn á veitingastaðinn.
Mótmælendum tókst að komast inn í veitingasalinn sjálfan og virðast hafa komist nokkuð nálægt forsetanum áður en þeim var vísað burt.
Protesters chanting at Trump at the restaurant pic.twitter.com/Wmrlw0M9su
— Acyn (@Acyn) September 10, 2025
Komment