1
Heimur

Finnskum manni haldið í glugga- og salernislausum kjallara áratugum saman

2
Heimur

DJ Fat Tony segir frá því sem raunverulega gerðist í Beckham-brúðkaupinu

3
Heimur

Harrý Bretaprins er æfur út í Donald Trump

4
Innlent

Sölumaður dauðans staðinn að verki við Landakotskirkju

5
Heimur

Breskur ferðalangur lést þegar hann fékk stól í höfuðið

6
Pólitík

Borgarstjóri biður Pétur afsökunar: „Hef einsett mér að gera betur“

7
Heimur

Farþega hent úr flugi ásamt tveimur bolabítum

8
Fólk

Selja einstaklega áhugavert hús í Garðabæ

9
Minning

Kristinn Svavarsson er fallinn frá

10
Pólitík

Heiða Björg man ekki eftir að hafa sent skilaboð um Pétur

Til baka

Nágrannerjur: Ásakanir fljúga yfir Grensásveg

Saka hvor annan um lygar, áreitni og rasíska framkomu

Istanbul Market
Bílum lagt við matvöruversluninaÁsakanir fljúga á víxl milli eiganda fyrirtækjanna
Mynd: Facebook

Ágreiningur hefur blossað upp milli eigenda Istanbul Market og BK kjúklingur, sem eru staðsett sitthvoru megin við Grensásveg. Eigandi Istanbul Market, Yusuf Koca, sakar nýjan eiganda BK kjúklings um að leggja ítrekað bifreiðum sínum í bílastæði fyrir framan verslunina, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um að hætta því.

Í Facebook-færslu Istanbul Market segir að tveir bílar sem hafi staðið fyrir framan verslunina tilheyri eiganda BK kjúklings. Þar segir meðal annars:

„Þrátt fyrir vinsamlegar beiðnir hefur nýi eigandinn neitað að fjarlægja ökutækin úr bílastæðum sem eru ætluð okkur. Því miður höfum við því ekki annan kost en að ráðast í lögfræðilegar aðgerðir til að láta fjarlægja bílana og krefjast viðeigandi bóta.“

Í færslunni segir einnig að ökutækjum sé „vísvitandi lagt hér daglega“ og viðskiptavinir séu hvattir til að nota bílastæði aftan við bygginguna á meðan málið standi yfir.

Eigandi BK kjúklings hafnar ásökunum

Annar eigandi BK kjúklings, Dara Ako Ali hafnar ásökunum alfarið. Í svari til Mannlífs, sem er hér þýtt úr ensku, segir hann:

„Þetta er alls ekki rétt sem hann er að segja, þið getið spurt alla nágrannana. Hann er í átökum við alla sem hann kemst í kynni við. Hann heldur að hann einn megi leggja fyrir framan Istanbul Market, eins og það tilheyri honum.“

BKmynd
Mynd: Aðsend

Hann segir jafnframt að um sé að ræða almenningsbílastæði og að Reykjavíkurborg hafi verið upplýst um málið:

„Við höfum verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og honum er ekki heimilt að setja límmiða eða segja að þetta sé eingöngu fyrir Istanbul Market. Þetta eru almenningsbílastæði og hver sem er má leggja þar, hvernig sem er og eins lengi og hann vill.“

Ali segir jafnframt að starfsfólk og tengdir aðilar Istanbul Market leggi fjölda bíla fyrir framan veitingastað hans:

„Hann er með fimm bíla, starfsmenn og vini, sem leggja öllum bílunum fyrir framan BK kjúkling eða hinum megin á Grensásvegi. Þess vegna er ekkert pláss fyrir okkar viðskiptavini, okkar bíla eða starfsfólk.“

BK2
Mynd: Aðsend

Þá segir hann að samskiptin hafi farið í óæskilegan farveg:

„Ég á ekkert persónulegt vandamál við hann, en hegðun hans er orðin mjög öfgafull og hann er orðinn rasískur í framkomu. Þetta snýst ekki bara um mig, heldur alla nágrannana.“

Istanbul Market: „Hann hóf þetta“

Í svari eiganda Istanbul Market, Yusuf Koca við fyrirspurn Mannlífs segir hann að málið snúist ekki um skort á bílastæðum, heldur framferði eiganda BK kjúklings:

„Hann á í vandræðum með bílastæði. Hann notar ekki bílastæði veitingastaðarins síns og leggur bílunum sínum vísvitandi fyrir framan verslunina mína, og hefur gert það ítrekað í marga mánuði.“

Hann viðurkennir að bílastæðin tilheyri borginni, en telur hegðunina óeðlilega:

„Ég veit að bílastæðið tilheyrir borginni, en að mínu mati hefur hann ekki rétt á að haga sér á þennan hátt.“

Yusuf segir að hann hafi reynt að leysa málið í sátt:

„Ég spurði hann ítrekað hvers vegna hann notaði ekki eigið bílastæði sitt og af hverju hann legði bílum sínum hér. Ég sagði honum einnig að hann gæti notað bílastæðið aftan við bygginguna ókeypis allan daginn, en hann hafnaði því.“

Hann segir jafnframt að hann hafi aðeins brugðist við eftir að ágreiningurinn hófst:

„Ég byrjaði ekki á þessu, eigandi veitingastaðarins hóf þetta fyrst. Ég lagði síðan bíl fyrir framan veitingastaðinn hans nokkrum sinnum, kannski í von um að hann myndi hætta.“

Yusuf hafnar ásökunum um rasíska framkomu og hótanir:

„Ég er ekki rasisti; að mínu mati er hann rasisti.“

Hann segir jafnframt að ásakanir á samfélagsmiðlum um hótanir í garð fjölskyldu eiganda BK kjúklings séu rangar:

„Í sumum athugasemdum var sagt að ég hefði hótað fjölskyldu hans, sem er alls ekki rétt. Ég á myndbönd af móðgunum og dónalegum orðum sem hann notaði gegn mér og mun deila þeim síðar.“

Málið hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum, þar sem skiptar skoðanir eru um deiluna. Ekki liggur fyrir hvort formleg kvörtun eða lagalegar aðgerðir hafi þegar verið settar í gang.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Pétur lagði Heiðu
Pólitík

Pétur lagði Heiðu

„Við tökum þetta saman.“
Ice-fulltrúar skjóta annan mann til bana í Minneapolis
Myndband
Heimur

Ice-fulltrúar skjóta annan mann til bana í Minneapolis

Átök í vegkanti Reykjanesbrautar enduðu með skilorðsdómi
Innlent

Átök í vegkanti Reykjanesbrautar enduðu með skilorðsdómi

Hungursneyð dýpkar í Eþíópíu eftir niðurskurð Bandaríkjanna
Heimur

Hungursneyð dýpkar í Eþíópíu eftir niðurskurð Bandaríkjanna

Sjálfsvíg Hunter S. Thompson staðfest á ný
Heimur

Sjálfsvíg Hunter S. Thompson staðfest á ný

Unglingur ógnaði starfsfólki spilakassasalar með sveðju á Tenerife
Heimur

Unglingur ógnaði starfsfólki spilakassasalar með sveðju á Tenerife

Harrý Bretaprins er æfur út í Donald Trump
Heimur

Harrý Bretaprins er æfur út í Donald Trump

Unglingur mætti með rafmagnsvopn í partý
Innlent

Unglingur mætti með rafmagnsvopn í partý

Borgarstjóri biður Pétur afsökunar: „Hef einsett mér að gera betur“
Ný frétt
Pólitík

Borgarstjóri biður Pétur afsökunar: „Hef einsett mér að gera betur“

Breskur ferðalangur lést þegar hann fékk stól í höfuðið
Heimur

Breskur ferðalangur lést þegar hann fékk stól í höfuðið

Heiða Björg man ekki eftir að hafa sent skilaboð um Pétur
Pólitík

Heiða Björg man ekki eftir að hafa sent skilaboð um Pétur

Innlent

Nágrannerjur: Ásakanir fljúga yfir Grensásveg
Innlent

Nágrannerjur: Ásakanir fljúga yfir Grensásveg

Saka hvor annan um lygar, áreitni og rasíska framkomu
Stjörnufullur maður valdur að umferðarslysi
Innlent

Stjörnufullur maður valdur að umferðarslysi

Átök í vegkanti Reykjanesbrautar enduðu með skilorðsdómi
Innlent

Átök í vegkanti Reykjanesbrautar enduðu með skilorðsdómi

Unglingur mætti með rafmagnsvopn í partý
Innlent

Unglingur mætti með rafmagnsvopn í partý

Efling lýsir yfir stuðningi við grænlensk stéttarfélög
Innlent

Efling lýsir yfir stuðningi við grænlensk stéttarfélög

Sölumaður dauðans staðinn að verki við Landakotskirkju
Innlent

Sölumaður dauðans staðinn að verki við Landakotskirkju

Loka auglýsingu