1
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

2
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

3
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

4
Innlent

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar

5
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

6
Innlent

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“

7
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

8
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Til baka

Ný auglýsingaherferð Arion banka sögð „til skammar“

Herferðin beinist að hluta til að börnum

Gugusar
Tónlistarkonan Gugusar tekur þátt í herferðinniFatnaður sem bankinn gefur er merktur á ensku.
Mynd: Arion Banki

Ný auglýsingaherferð Arion banka, sem beinist að hluta til að börnum, hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum en helst fyrir þær sakir að hún er að hluta til á ensku.

Samkvæmt bankanum er markmið herferðarinnar fyrst og fremst að brjóta upp daginn í sumarvinnunni með laufléttu sprelli. Fólk er hvatt til að taka sprellið upp á myndband og birta á samfélagsmiðlinum TikTok og merkja það með myllumerkinu #ArionSport.

Möguleiki er fyrir fólk sem merkir myndböndin á þennan máta að vinna fatnað sem er merktur bankanum en sá fatnaður er merktur á ensku. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, telur þetta grafa undan íslensku.

„Mér finnst það algerlega ótækt og bankanum til skammar að reka þessa herferð undir slagorði á ensku,“ skrifar prófessorinn um herferðina. „Íslenska á í vök að verkjast, ekki síst meðal ungs fólks. Þegar markaðsherferð er rekin undir ensku slagorði sendir það skýr skilaboð til unga fólksins um að íslenska sé ekki kúl - það sem máli skipti verði að vera á ensku. Það eru atriði eins og þetta sem grafa undan íslenskunni vegna þess að þau skapa neikvætt viðhorf til hennar en ýmsar rannsóknir sýna að lífvænleiki smáþjóðatungumála veltur ekki síst á viðhorfi ungu kynslóðarinnar - ef hún hefur neikvætt viðhorf til móðurmálsins á það sér ekki viðreisnar von. Ég vona að bankinn hætti snarlega að nota enskt slagorð og komi með íslenskt slagorð í staðinn.“

Mannlíf reyndi að hafa samband við Elínborgu Kvaran, forstöðumann markaðsmála og þjónustuþróunar hjá Arion banka, til að spyrja um herferðina en fékk þær upplýsingar að hún væri sumarfríi.

UPPFÆRT - Arion banki hefur fjarlægt allt auglýsingaefni sem tengist herferðinni, meðal annars myndband sem Mannlíf birti hér fyrir ofan.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

„Ég hef bara aldrei séð svona áður á ævinni“
Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar
Innlent

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“
Innlent

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu
Innlent

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

Lögreglan leitar þriggja manna
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“
Innlent

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“

Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

„Af hverju kláruðu menn ekki manndrápið og földu líkið?
Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar
Innlent

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“
Innlent

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu
Innlent

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu

Loka auglýsingu