1
Fólk

Gunna Dís byrjuð í nýrri vinnu

2
Fólk

Fyrrum ungfrú Ísland vill vinna fyrir Höllu forseta

3
Heimur

Hin 18 ára Hanna er týnd í Svíþjóð

4
Innlent

Héraðsdómur dæmdi Alla í fangelsi

5
Heimur

Feðgar fóru í háttinn með kvefeinkenni en létust í svefni

6
Fólk

Svala fór óvænt með ömmu sinni út að borða

7
Pólitík

Birta lista yfir stuðningsmenn Heiðu borgarstjóra

8
Fólk

Sígilt úthverfaeinbýli á sölulista

9
Innlent

Vitgrannur karlmaður lamdi föður sinn ítrekað

10
Pólitík

Pétur sagði sig úr stjórn lóðafélags eftir samtal við blaðamann

Til baka

Nýjar upplýsingar um skotárás ICE-liðans í Minneapolis

Jonathan Ross er sá sem skaut Renee Nicole Good til bana

Mótmælt í Minniapolis
Mótmælt í MinneapolisMikil reiði er í borginni eftir morðið
Mynd: CHARLY TRIBALLEAU / AFP

Nýjar upplýsingar hafa komið fram um hina banvænu skotárás á 37 ára gamla móður í Minnesota, þar á meðal hver sá Innflytjenda- og tollgæsluliðinn (ICE) var sem skaut hana til bana.

Bandarískir staðarmiðlar hafa nafngreint Jonathan Ross sem þann ICE-liða sem banaði Renee Nicole Good. Samkvæmt yfirvöldum hafði hann áður, á síðasta ári, verið dreginn eftir bíl og slasast alvarlega í öðru atviki þar sem ökumaður reyndi að flýja.

Skotárásin átti sér stað á götu í Minneapolis að morgni miðvikudags. Þar voru margir innflytjendalögreglumenn við störf, samhliða mikilli fjölgun alríkisfulltrúa í borginni, að sögn borgaryfirvalda í Minneapolis.

Myndband af atvikinu sýnir Ross ganga að Good þar sem hún sat í bíl sínum. Þegar bíllinn fer að hreyfast skýtur hann nokkrum skotum inn í ökutækið.

Atvikið hefur hins vegar leitt til mjög ósamræmdra frásagna frá staðbundnum, ríkis- og alríkisyfirvöldum. Þar á meðal er varaforseti Bandaríkjanna, JD Vance, sem sagði dauða Good vera „harmleik sem hún skapaði sjálf“.

„Hún var að reyna að keyra yfir þennan mann með bílnum sínum,“ sagði Vance á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær.

Aðrir embættismenn Trump-stjórnarinnar hafa lýst skotárásinni sem sjálfsvörn og fullyrt að fórnarlambið hafi framið „innanlands hryðjuverk“. Borgarstjóri Minneapolis hefur hins vegar fordæmt framferði Ross sem gáleysislegt og hvatt alríkisyfirvöld í innflytjendamálum til að yfirgefa borgina.

Hér er það sem vitað er um málið, samkvæmt Independent.

Hver var skotmaðurinn?

ICE-liðinn sem skaut var, að sögn Minnesota Star Tribune, Jonathan Ross. Lítið hefur verið gefið upp um bakgrunn hans, en alríkisyfirvöld hafa lýst honum sem „reyndum“ lögreglumanni.

Tricia McLaughlin, aðstoðarráðherra innanríkisöryggisráðuneytisins (DHS), sagði að Ross hefði yfir tíu ára reynslu sem brottvísunarfulltrúi hjá ICE og hefði verið valinn í sérsveit stofnunarinnar, Special Response Team, sem krefst 30 klukkustunda úrtaksæfinga áður en umsækjendur eru teknir til greina.

Hann hefur lokið grunnnámi fyrir sérsveitarmenn og viðhaldið stöðugri sérþjálfun, meðal annars í innbrotsaðferðum, jaðarvörslu, sérhæfðri skotvopnaþjálfun og gíslabjörgun. Þá hefur hann samkvæmt McLaughlin haldið „sérfræðistigi skyttu“ á öllum útgefnum skotvopnum.

Star Tribune greinir frá því að í júní í fyrra hafi Ross verið dreginn um 300 metra eftir bíl þegar hann reyndi að handtaka Roberto Carlos Munoz-Guatemala í Bloomington. Ross braut þá afturrúðu bílsins og reyndi að opna hurðina, en ökumaðurinn gaf í og dró Ross þar til hann féll frá bílnum. Ross þurfti 20 spor í handlegg og 13 í hönd. Munoz-Guatemala var síðar dæmdur fyrir árás á lögreglumann.

Hver var konan sem lést?

Móðir Renee Nicole Good, Donna Ganger, staðfesti deili á dóttur sinni við Star Tribune skömmu eftir skotárásina. Borgarfulltrúar í Minneapolis staðfestu það einnig í yfirlýsingu.

„Renee var ein sú góðhjartaðasta sem ég hef kynnst. Hún var afar umhyggjusöm og hafði annast fólk alla ævi. Hún var elskuleg, fyrirgefandi og hlý. Hún var einstök manneskja,“ sagði Ganger.

Good bjó í Twin Cities-svæðinu með eiginkonu sinni, Becca Good. Móðir hennar sagði dauða hennar „algjörlega tilgangslausan“ og bætti við að dóttirin hafi „örugglega verið dauðhrædd“.

Good átti son með fyrrverandi eiginmanni sínum, Timmy Ray Macklin yngri, sem lést árið 2023. Faðir hans, Timmy Ray Macklin eldri, sagði við Star Tribune að sex ára drengurinn ætti nú „engan annan eftir í lífi sínu“.

„Ég mun keyra, ég mun fljúga, bara til að ná í barnabarnið mitt,“ sagði hann.

Í viðtali við Daily Telegraph kallaði fyrrverandi tengdafaðir Good skotárásina „morð“.

Borgarfulltrúinn Jason Chavez sagði við ABC News að Good hefði verið bandarískur ríkisborgari og að hún hafi verið „áheyrnarfulltrúi“ sem „fylgdist með til verndar innflytjendum“. Lögreglustjóri Minneapolis, Brian O’Hara, sagði engar vísbendingar um að hún hefði verið skotmark innflytjendarannsóknar. Hún virtist vera í bíl sínum og loka götunni.

Hvað gerðist?

Skotárásin átti sér stað á gatnamótum 34. strætis og Portland Avenue í íbúðahverfi. Myndband sýnir marga grímuklædda lögreglumenn ganga að rauðum bíl sem stóð kyrr á hálum vegi.

Heyra má lögreglumann skipa ökumanni að „fara út úr fjandans bílnum“ áður en reynt er að opna hurðina. Þegar bíllinn fer að bakka dregur annar lögreglumaður byssu sína og skýtur nokkrum sinnum þegar bíllinn fer áfram og til hægri. Bíllinn stöðvast skömmu síðar eftir árekstur við ljósastaur.

Ljósmyndir á samfélagsmiðlum sýna blóðugan loftpúða í bílnum. Good var flutt á sjúkrahús en úrskurðuð látin þar.

Vitni sagði NBC News að ekkert benti til þess að ökumaðurinn hefði ætlað að keyra á lögreglumann. „Það var nægt rými til að komast framhjá. Það leit út fyrir að hún væri að reyna að flýja,“ sagði hann.

Viðbrögð stjórnvalda

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tjáði sig síðdegis og sakaði „róttæka vinstrið“ um árás á löggæsluyfirvöld. Hann skrifaði að konan hefði „keyrt yfir ICE-liðann“ og að hann hefði skotið í sjálfsvörn, þrátt fyrir að myndbönd sýni ekki skýrt að bifreiðin hafi snert Ice-liðann.

Borgarstjóri Minneapolis, Jacob Frey, hafnaði þessum frásögnum alfarið. „Þetta var ekki sjálfsvörn. Þetta var gáleysisleg valdbeiting sem leiddi til dauða,“ sagði hann og bætti við að nærvera ICE hefði valdið „óreiðu og vantrausti“.

Ríkisstjóri Minnesota, Tim Walz, tók í sama streng og sagði að Trump-stjórnin hefði verið varað við afleiðingunum.

Fjöldi kjörinna fulltrúa fordæmdi atvikið, þar á meðal þingkonan Ilhan Omar, sem sagði ICE „ógna samfélögum okkar“.

Mikil mótmæli og aukin viðvera alríkislögreglu

Stór hópur fólks safnaðist saman á vettvangi skotárásarinnar. Myndefni sýnir fólk hrópa að lögreglu og kasta snjóboltum.

Atvikið átti sér stað aðeins nokkrum götum frá þeim stað þar sem George Floyd var myrtur árið 2020.

Dauði Good varð skömmu eftir að Trump-stjórnin tilkynnti um fjölgun ICE-liða í Minneapolis, sem hluti af umfangsmikilli aðgerð þar sem allt að 2.000 alríkisfulltrúar voru sagðir sendir á svæðið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Óvíst hvort Gunna Dís muni lýsa Eurovision
Menning

Óvíst hvort Gunna Dís muni lýsa Eurovision

Hvarfið á Hönnu í Svíþjóð rannsakað sem morð
Heimur

Hvarfið á Hönnu í Svíþjóð rannsakað sem morð

Sígilt úthverfaeinbýli á sölulista
Myndir
Fólk

Sígilt úthverfaeinbýli á sölulista

Trump segist ekki bundinn af alþjóðalögum
Heimur

Trump segist ekki bundinn af alþjóðalögum

Viðkvæmir hvattir til að forðast útiveru í Reykjavík næstu daga
Innlent

Viðkvæmir hvattir til að forðast útiveru í Reykjavík næstu daga

Birta lista yfir stuðningsmenn Heiðu borgarstjóra
Pólitík

Birta lista yfir stuðningsmenn Heiðu borgarstjóra

Efling fordæmir hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela
Innlent

Efling fordæmir hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela

Hafnfirðingur ákærður fyrir fíkniefni og fjölda vopna
Innlent

Hafnfirðingur ákærður fyrir fíkniefni og fjölda vopna

Feðgar fóru í háttinn með kvefeinkenni en létust í svefni
Heimur

Feðgar fóru í háttinn með kvefeinkenni en létust í svefni

Vitgrannur karlmaður lamdi föður sinn ítrekað
Innlent

Vitgrannur karlmaður lamdi föður sinn ítrekað

„Vandinn er ekki ofbeldið“
Innlent

„Vandinn er ekki ofbeldið“

Heimur

Hvarfið á Hönnu í Svíþjóð rannsakað sem morð
Heimur

Hvarfið á Hönnu í Svíþjóð rannsakað sem morð

Nokkrar flíkur í hennar eigu fundust á útivistasvæði
Hin 18 ára Hanna er týnd í Svíþjóð
Heimur

Hin 18 ára Hanna er týnd í Svíþjóð

Trump segist ekki bundinn af alþjóðalögum
Heimur

Trump segist ekki bundinn af alþjóðalögum

Nýjar upplýsingar um skotárás ICE-liðans í Minneapolis
Heimur

Nýjar upplýsingar um skotárás ICE-liðans í Minneapolis

Feðgar fóru í háttinn með kvefeinkenni en létust í svefni
Heimur

Feðgar fóru í háttinn með kvefeinkenni en létust í svefni

Repúblikanar snúast gegn Trump í hernaðarmálum Venesúela
Heimur

Repúblikanar snúast gegn Trump í hernaðarmálum Venesúela

Loka auglýsingu