
Átta einstaklingar eru vistaðir í fangageymslum höfuðborgarsvæðisins eftir nóttina en alls voru 77 mál skráð í kerfi lögreglunnar á tímabilinu 17:00 í gær, til 05:00 í morgun. Hér má sjá nokkur brot um verkefni lögreglunnar.
Lögreglan sem hefur aðsetur á Hverfisgötunni handtók tvo menn, grunaða um húsbrot og líkamsárás og voru báðir vistaðir í fangaklefa.
Annar var handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu sem og að brjóta gegn lögreglusamþykkt. Var hann einnig grunaður um vörslu fíkniefna og var vistaður í fangaklefa.
Enn annar maður var handtekinn fyrir að hrækja á lögreglumann og var honum einnig skellt í fangaklefa.
Þá var ökufantur handtekinn grunaður um að hafa ekið bíl ölvaður og vímaður á gangstíg.
Lögreglan sem annast útköll í Kópavoginum og í Breiðholtinu handtók mann og konu vegna gruns um líkamsárásir og eignaspjöll og voru þau bæði visuð í fangageymslu.
Tveir ökuþrjótar voru kærðir af lögreglunni sem starfar í Hafnarfirði og Garðabæ fyrir ofsaakstur. Annar þeirra ók á 165 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst en hinn ók á 157 km/klst þar sem hámarkshraði er 60 km/klst. Voru þeir báðir sviptir ökuréttindum á staðnum. Þriðji ökufanturinn var kærður fyrir að aka á 124 km/klst þar sem má aka á 80 km/klst. Þá vantaði aukreitis lögboðin ljós að framan.

Komment