1
Peningar

Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi

2
Innlent

MAST varar við neyslu eggja

3
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

4
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

5
Peningar

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum

6
Innlent

Flugmaðurinn segir „sannleikann“ um nauðlendinguna á Blönduósi

7
Fólk

Vilja rúmar 300 milljónir fyrir hús í Úlfarsárdal

8
Innlent

„Það eru fordómar í heilbrigðiskerfinu gagnvart heilkenninu“

9
Landið

Valdimar Örn er ósáttur við utanvegaakstur

10
Innlent

Gripu inn í ágreining leigusala og leigutaka

Til baka

Öllum nemendum tryggt jafnt aðgengi að mikilvægri þjónustu

Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í gær áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla sem miða að því að efla stuðning við framhaldsskóla, starf þeirra og þjónustu við nemendur

Alþingi 71. grein
Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherraKynnti áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla
Mynd: Víkingur

Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í gær áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla, en áformin miða að því að efla stuðning við framhaldsskóla, starf þeirra og þjónustu við nemendur.

Næsta skrefið er málið varðar er það að eiga samráð við skólameistara, kennara, starfsfólk, nemendur og nærsamfélag skóla við mótun skipulagsins.

Nýtt stjórnsýslustig mun verða sett á laggirnar þar sem stjórnsýsla og þjónusta færast frá ráðuneytinu og skólum yfir til fjögurra til sex svæðisskrifstofa:

„Svæðisskrifstofurnar verða staðsettar í nærumhverfi og hafa það hlutverk að halda utan um rekstur skólanna og veita þeim stuðning og þjónustu. Engir framhaldsskólar verða lagðir niður og munu skólarnir halda áfram sínum sérkennum, nafni og faglegri stjórnun,” segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sem segir einnig að hér sé um að ræða „verulega þjónustuaukningu fyrir framhaldsskólastigið.”

Samkvæmt ráðherra mætir framhaldsskólakerfið í dag „ekki nægilega vel áskorunum samtímans” og segir að það sé „þörf á stærri og sveigjanlegri stjórnsýslueiningum sem eru betur í stakk búnar til að takast á við breytt umhverfi og geti veitt framhaldsskólunum öflugri stuðning, bæði faglega og félagslega.”

Það er ljóst að þjóðin vex áfram og hlutfall barna er innritast í framhaldsskóla hefur eðlilega hækkað vegna þessa.

Bendir ráðherra á að í skólunum hafi fjöldi barna í viðkvæmri og erfiðri stöðu aukist og „hefur það aukið þörf á þjónustu sem hefur ekki tekist að mæta sem skyldi, og þá er lítil samræming á milli skóla, og vísbendingar um að sú þjónusta og það nám sem stendur nemendum til boða sé afar ólíkt.”

Guðmundur Ingi telur klárt mál að „með hinu nýja fyrirkomulagi náum við að nýta betur mannauðinn og getum á sama tíma veitt starfsfólki aukin tækifæri til starfsþróunar og sérhæfingar. Við getum einnig haldið úti fjölbreyttri sérfræðiþjónustu sem minni stjórnsýslueiningar hafa ekki bolmagn til að veita.“

Hann bendir á að börnum fylgi ríkar skyldur er varða alla þjónustu:

„Við megum ekki missa sjónar á því að markmiðið með breytingunum er að samræma og tryggja gæði náms og að öllum nemendum verði tryggt jafnt aðgengi að mikilvægri þjónustu óháð búsetu eða stærð skóla.“

Breytingar þessar miða að því að tryggja skilvirkari þjónustu í nærumhverfi framhaldsskóla, svo kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk geti einbeitt sér að faglega þættinum frekar en skrifræði og horft er til þess að mannauðs- og rekstrarmál færist yfir á svæðisskrifstofurnar sem eykur skilvirkni og eflir þjónustu.

Minni skólar geti því samnýtt sérhæfða starfskrafta eða sérfræðiráðgjöf, til að mynda störf sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, náms- og starfsráðgjafa, þroskaþjálfa og annarra sérfræðinga eftir aðstæðum:

Segir ráðherra að „með breytingunum verða boðleiðir styttri og stuðningur markvissari. Í stað þess að leita til ráðuneytisins hafa skólar beint samtal við sína svæðisskrifstofu sem þekkir vel til aðstæðna hvers skóla.“

Þetta nýja stjórnsýslustig tryggir jafnframt að nú er það ekki lengur sami aðili er veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni; samráð við skólasamfélagið Mótun hins nýja kerfis er á frumstigi og hefst nú „ítarlegt samráð við skólameistara, kennara, starfsfólk skóla og nemendur um þá þjónustu sem svæðisskrifstofurnar muni veita og hvar og hvernig henni verður best fyrir komið” og þá verður rætt um tilhögun þeirra verkefna sem munu færast frá ráðuneytinu og skólum yfir til svæðisskrifstofanna.

Niðurstöður þessa samráðs munu verða lykillinn að útfærslu breytinganna, sagði Guðmundur Ingi ennfremur.

Á næstu vikum mun mennta- og barnamálaráðherra heimsækja alla opinbera framhaldsskóla á landinu, og funda með starfsfólki og kennurum.

Segir Guðmundur Ingi að áformin falli vel að áherslum stjórnvalda á aukna skólaþjónustu - jöfn tækifæri til náms óháð búsetu; inngildingu og samþættingu þjónustu á grundvelli farsældarlaganna:

„Skólastjórnendur munu geta einbeitt sér að faglegri forystu, kennarar og starfsfólk skóla fá betri möguleika til starfsþróunar og sérhæfingar og nemendur njóta góðs af sterku og samræmdu skólastarfi með sömu gæðum um allt land,“ segir Guðmundur Ingi og bendir á að þetta sé ekki gert eða sett fram í „hagræðingarskyni“ en hins vegar „bindum við vonir við að þetta leiði til skilvirkari stjórnsýslu og betri þjónustu.“

Segir ráðherra að endingu að gengið sé út frá því að halda í mannauð í skólakerfinu og að „skólastjórnendur og kennarar starfi áfram innan framhaldsskólakerfisins.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

„Þeir viðurkenna ekki ennþá að þeir séu fasistar, en það að kalla and-fasisma sinn höfuðóvin er nú eiginlega næsti bær við“
Erlendir svikahrappar þykjast vera heyrnarlausir
Innlent

Erlendir svikahrappar þykjast vera heyrnarlausir

Lík 15 ára stúlku fannst í bíl söngvarans D4vd
Heimur

Lík 15 ára stúlku fannst í bíl söngvarans D4vd

Morðcastssystur styrkja börn í Palestínu
Landið

Morðcastssystur styrkja börn í Palestínu

„Það eru fordómar í heilbrigðiskerfinu gagnvart heilkenninu“
Innlent

„Það eru fordómar í heilbrigðiskerfinu gagnvart heilkenninu“

Fjölskylda bresks manns heldur áfram örvæntingarfullri leit á Kanarí
Heimur

Fjölskylda bresks manns heldur áfram örvæntingarfullri leit á Kanarí

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum
Peningar

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum

Liverpool-aðdáandinn svarar fyrir sig
Myndband
Sport

Liverpool-aðdáandinn svarar fyrir sig

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Smotrich vill breyta Gaza í „fasteignaævintýri“
Heimur

Smotrich vill breyta Gaza í „fasteignaævintýri“

Flugmaðurinn segir „sannleikann“ um nauðlendinguna á Blönduósi
Innlent

Flugmaðurinn segir „sannleikann“ um nauðlendinguna á Blönduósi

Vilja rúmar 300 milljónir fyrir hús í Úlfarsárdal
Myndir
Fólk

Vilja rúmar 300 milljónir fyrir hús í Úlfarsárdal

Innlent

Erlendir svikahrappar þykjast vera heyrnarlausir
Innlent

Erlendir svikahrappar þykjast vera heyrnarlausir

Eru sagðir mjög ýtnir og frekir
Öllum nemendum tryggt jafnt aðgengi að mikilvægri þjónustu
Innlent

Öllum nemendum tryggt jafnt aðgengi að mikilvægri þjónustu

„Það eru fordómar í heilbrigðiskerfinu gagnvart heilkenninu“
Innlent

„Það eru fordómar í heilbrigðiskerfinu gagnvart heilkenninu“

Flugmaðurinn segir „sannleikann“ um nauðlendinguna á Blönduósi
Innlent

Flugmaðurinn segir „sannleikann“ um nauðlendinguna á Blönduósi

Gripu inn í ágreining leigusala og leigutaka
Innlent

Gripu inn í ágreining leigusala og leigutaka

Loka auglýsingu