1
Fólk

Eitt glæsilegasta hús Íslands sett aftur á sölu

2
Landið

Árni setur límband á númeraplötur til að forðast gjaldskyldu

3
Peningar

Nóg til hjá átján tekjuhæstu í Vestmannaeyjum

4
Landið

Guðjón dæmdur fyrir líkamsárás á Akureyri

5
Heimur

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns

6
Fólk

Óska eftir tilboðum í einbýli í náttúruparadís

7
Innlent

Segir Íslendinga ekki lengur vera sjálfstæða þjóð

8
Heimur

Breaking Bad leikari handtekinn fyrir stórfurðulegt brot

9
Heimur

Bátur með Gretu Thunberg um borð varð fyrir árás

10
Innlent

Reyndu að smygla inn tæpum 40 kílóum af eiturlyfjum

Til baka

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza

„Við erum staðráðin í að halda áfram baráttunni“

Thiago Avila
Thiago AvilaBrasilíski aðgerðarsinninn Thiago Avila ræðir við blaðamenn í morgun
Mynd: YASSINE MAHJOUB / AFP

Global Sumud-bátaflotinn, sem stefnir með hjálpargögn til Gaza, hefur greint frá annarri árás á eitt skipa sinna, aðeins einum degi eftir fyrri árás.

Mauricio Morales, blaðamaður sem ferðast með flotanum, sagði í samtali við Al Jazeera að skipið Alma hefði orðið fyrir árásinni. Eldur kviknaði um borð í skipinu, sem lá við höfnina í Sidi Bou Said í Túnis, en slökkt var í honum fljótlega. Morales birti mynd af því sem virtist vera leifar þess skotfæris sem notað var í árásinni.

Leila Hegazy, egypsk-ítölsk söngkona og áhöfnarmeðlimur á Alma, lýsti árásinni í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum:

„Við heyrðum einhvern hrópa „dróni!“ og við hlupum inn og settum á okkur björgunarvesti,“ sagði hún. Hegazy hafði þá rétt lokið næturvaktinni sinni þegar árásin átti sér stað.

„Við vonum að þetta verði ekki að næturrútínu, því þeir eru að leika sér af mikilli grimmd.“

Í yfirlýsingu Global Sumud-flotans (GSF) segir meðal annars að Alma, sem siglir undir breskum fána, hafi í gærkvöldi orðið fyrir drónaárás í túnískri landhelgi. Eldur hafi valdið skemmdum á efra þilfari en tekist hefði að slökkva hann og að allir farþegar og áhafnarmeðlimir séu óhultir. Rannsókn á árásinni sé hafin og frekari upplýsingar verði birtar síðar. Árásin, sem átti sér stað skömmu fyrir miðnætti, hafi fylgt í kjölfar svipaðrar árásar á skipið Family fyrr sama dag. Fram kemur einnig í yfirlýsingunni að flotinn muni ekki láta kúga sig og haldi áfram friðsamlegri ferð sinni til að rjúfa ólöglegt umsátur Ísraels um Gaza.

Mögulega var handsprengju varpað úr drónanum

Francesca Albanese, sérlegur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi á hernumdu svæðum Palestínu, sagði að myndbandsupptökur bentu til þess að dróni hefði varpað sprengju á þilfar Alma. Hún sagði sérfræðinga telja að um hafi verið að ræða handsprengju með kveikiefni, vafða inn í plast bleytt í eldsneyti, sem hafi kviknað áður en hún lenti á skipinu.

Sprengjan
Leifar sprengjunnarTalið er að sérútbúin handsprengja hafi verið notuð í drónaárásinni

Saif Abukeshek, palestínskur aðgerðasinni og í stýrinefnd GSF, sagði að flotinn hygðist halda áfram siglingu þrátt fyrir tvær aðskildar árásir á skip flotans.

„Þetta þjóðarmorðsríki hefur sprengt Palestínumenn í 78 ár. Þeir hafa framið þjóðarmorð í 22 mánuði, og samt vakna Palestínumenn á hverjum degi með von um betri morgundag,“ sagði hann í samtali við Al Jazeera.

„Ef við getum sótt innblástur í seiglu þeirra, hvernig ættum við þá að gefast upp eftir aðeins tvö atvik sem við höfum lent í?“

Hann bætti við: „Við erum staðráðin í að halda áfram baráttunni.“

Árásir Ísraels á flotann til Gaza frá 2010

Ísrael hefur annaðhvort ráðist á eða stöðvað alla bátaflota sem stefnt hafa til Gaza síðan 2010. Nokkur af helstu atvikunum eru:

  • Í maí á þessu ári varð skipið The Conscience, sem sigldi með Freedom Flotilla Coalition (FFC), fyrir tveimur drónaárásum. Eldur kom upp í vélarrúmi og stórt gat myndaðist á skrokknum. Skipið var þá statt í alþjóðlegri lögsögu nálægt Möltu.
  • Árið 2010 réðust ísraelskir hermenn á skipið Mavi Marmara í alþjóðlegri lögsögu. Tíu aðgerðarsinnar létust og tugir særðust. Skipið, sem var í eigu tyrknesks hjálparsamtaka, var með mannúðaraðstoð og yfir 600 farþega um borð. Atvikið olli mikilli alþjóðlegri reiði.
  • Ísraelskir hermenn hafa einnig stöðvað flotilluskip á leið til Gaza, þar á meðal Madleen og Handala fyrr á þessu ári, og skipið Marianne árið 2015.

Hægt er að fylgjast með flotanum, sem telur yfir 40 skip frá fjölmörgum löndum, hér.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Karlmaður tekinn með mikið magn af sterum
Innlent

Karlmaður tekinn með mikið magn af sterum

Hefur áður verið dæmdur fyrir stórfellda líkamsárás
Þrjátíu metra gildra myndaðist að Fjallabaki
Landið

Þrjátíu metra gildra myndaðist að Fjallabaki

Lúxussnekkja milljarðamærings í Reykjavíkurhöfn vekur furðu
Myndir
Innlent

Lúxussnekkja milljarðamærings í Reykjavíkurhöfn vekur furðu

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað
Myndband
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

Óska eftir tilboðum í einbýli í náttúruparadís
Myndir
Fólk

Óska eftir tilboðum í einbýli í náttúruparadís

Stuðningsmenn Blackburn í skýjunum vegna Andra
Sport

Stuðningsmenn Blackburn í skýjunum vegna Andra

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns
Heimur

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns

Alþingi sett með pompi og prakt
Myndir
Pólitík

Alþingi sett með pompi og prakt

Reyndu að smygla inn tæpum 40 kílóum af eiturlyfjum
Innlent

Reyndu að smygla inn tæpum 40 kílóum af eiturlyfjum

Segir Íslendinga ekki lengur vera sjálfstæða þjóð
Innlent

Segir Íslendinga ekki lengur vera sjálfstæða þjóð

Halla vill minna málþóf á Alþingi
Pólitík

Halla vill minna málþóf á Alþingi

Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað
Myndband
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

„Trump er Hitler samtímans“
Olivia Colman og Mark Ruffalo kalla eftir sniðgöngu kvikmynda frá Ísrael
Heimur

Olivia Colman og Mark Ruffalo kalla eftir sniðgöngu kvikmynda frá Ísrael

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza
Myndband
Heimur

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns
Heimur

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns

Breaking Bad leikari handtekinn fyrir stórfurðulegt brot
Heimur

Breaking Bad leikari handtekinn fyrir stórfurðulegt brot

Bátur með Gretu Thunberg um borð varð fyrir árás
Myndband
Heimur

Bátur með Gretu Thunberg um borð varð fyrir árás

Loka auglýsingu