Það verður heldur betur stuð í Grófinni á miðvikudaginn en þá munu tónlistarkonurnar og gleðigjafarnir Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir, í hljómsveitinni Evu, mæta eldhressar í leikhúskaffi á Borgarbókasafninu Grófinni miðvikudaginn 3. desember kl. 17:00.
Þar munu Sigríður og Vala spjalla um hinn bráðfyndna söngleik Kosmískt skítamix sem þær hafa sýnt undanfarið við frábærar undirtektir í Tjarnarbíó.
„Lagasmíðar og listsköpun, örmögnun og kvíði, allar erfiðustu tilfinningar sem manneskja getur upplifað, og ferlið að baki sýningunni verða á meðal þess sem þær stöllur ætla að ræða. Að svo búnu munu þær flytja nokkur vel valin lög fyrir gesti og gangandi,“ segir meðal annars í tilkynningu frá bókasafninu.
Leikhúskaffi í Grófinni er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Tjarnarbíós.


Komment