
Undarleg bunga sem sást undir jakka Donalds Trump hefur orðið til þess að sögusagnir og vangaveltur um heilsu forsetans halda áfram að ganga á netinu.
Mannlíf hefur undanfarna daga fjallað um vangaveltur og samsæriskenningar um heilsu Bandaríkjaforseta en þær virðast þvert á móti vera að koðna niður.
Trump brást við orðróminum um andlát sitt í gær og vísaði á bug öllum hugmyndum um að hann hefði látist, eftir að hafa verið fjarverandi frá Hvíta húsinu mestan hluta verkamannahelgarinnar í Bandaríkjunum.
„Ég hef heyrt að þetta sé hálf galið, en í síðustu viku hélt ég fjölda fréttamannafunda, öll mjög vel heppnuð. Þau gengu vel, eins og þetta gengur mjög vel, og svo gerði ég ekkert í tvo daga – og þá segja menn að eitthvað hljóti að vera að,“ sagði Trump.
Hann nýtti jafnframt tækifærið til að skjóta á fyrrum pólitískan andstæðing sinn: „Biden hélt stundum ekki blaðamannafundi í marga mánuði. Þið sáuð ekkert til hans, og enginn sagði neitt.“
Athugasemdir Trumps komu þó ekki í veg fyrir að áhorfendur tækju eftir einhverju óvenjulegu í útliti hans. The Mirror US greinir frá því að ljósmynd hafi vakið athygli þar sem sjá mátti dularfulla bunga undir jakkanum hans og óvenjulega fellingu á erminni.

„Undarlegt. Efnið fellur venjulega ekki svona á handlegg,“ skrifaði einn notandi á X og birti mynd.
Sumir sögðu að um væri að ræða axlarpúða í jakkafötum, en aðrir bentu á að slíkt útskýrði ekki fellinguna á erminni. „Fólk segir að þetta sé vegna púða eða breikkunar á öxlum,“ skrifaði notandinn. „En hvorugt útskýrir hvernig ermarnar leggjast.“ Annar spurði: „Af hverju er svona auðugur maður ekki í vel sniðnum jakkafötum?“ Enn einn hélt því fram að bunga hefði myndast vegna þess að einhver hefði stutt við Trump rétt áður en myndin var tekin.
Á sama tíma hafa læknar varað við mögulegum alvarleika æðavandamála forsetans. Trump hefur verið greindur með langvinna bláæðabilun (CVI), og hafa myndir af bólgnum ökklum hans og marblettum vakið áhyggjur.
Dr. Mimmie Kwong, prófessor í æðaskurðlækningum við Háskólann í Kaliforníu, segir að þó sjúkdómurinn sé algengur en hann hafi áhrif á einn af hverjum þremur, geti hann orðið alvarlegur ef hann er ómeðhöndlaður.
„Oftast birtist þetta í fótleggjum eða handleggjum,“ sagði Kwong. „Bláæðar sjá um að flytja blóðið frá fótum og höndum upp að hjartanu. Þegar þær virka ekki eðlilega, stöðvast blóðflæðið. Það getur valdið sársauka, bólgum, þroti, verkjum, og í alvarlegustu tilfellum sárum eða jafnvel missi útlima.“
Hún bætir við að sjúkdómurinn sé algengastur hjá konum og eldra fólki. „Þegar bjúgurinn versnar geta komið fram húðbreytingar eins og þykknun, bólgur eða þurrkur. Ef ástandið heldur áfram að versna geta myndast sár sem gróa ekki, og í verstu tilfellum getur það leitt til aflimunar.“
Komment