Landsbyggðin er alltaf jafn áhugaverð og er gífurlega mikilvæg fyrir allt landið í heild sinni. Mannlíf hefur reynt að leggja áherslu á að segja fréttir af landinu öllu og hafa lesendur tekið vel í þær fréttir.
Hér fyrir neðan má lesa þær fimm vinsælustu á árinu 2025.
Mikil sorg ríkti á Fáskrúðsfirði á árinu en Bríet Irma Ómarsdóttir féll frá í ágúst en hún var aðeins 24 ára gömul þegar hún lést.
Í öðru sæti var frétt af Pálma Gestssyni, leikara og Bolvíkingi, þar sem hann gerði mikið grín að myndböndum sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi höfðu birt um veiðigjöld.
„Þetta er fallegi heimabærinn minn, Bolungarvík,“ segir Pálmi í myndbandinu. „Þarna er sundlaugin, þarna er gamli skólinn minn, þarna er félagsheimilið mitt, húsið mitt, og Ísafjarðardjúpið mitt. En út af því eru einhver gjöfulustu fiskimið allra tíma. Og þar syndir fiskurinn þeirra,“ bætir Pálmi við og hnykkir út með: „Við lifðum öll af sjávarútvegi.“
Í þriðja sæti er leigubílstjóri sem ók yfir á í Þórsmörk á Teslu og myndband af athæfinu vakti mikla athygli.
„Ég var þarna áðan, hann var á leiðinni í Þórsmörk og stoppaði þarna, farþeginn fór labbandi frá þessum stað, held að hann sé ekki bilaður - ennþá - en þetta er eitt það vitlausasta sem ég hef orðið vitni af. Hann er btw búinn að fara yfir svona 10 ár, þar á meðal Steinholtsá ef ég man rétt,“ sagði eitt vitni um málið.
Eins og á höfuðborgarsvæðinu er fólk dæmt í fangelsi úti á landi. Fólk hafði mikinn áhuga á dómi sem Hjörtur Davíðsson fékk í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var það fjórða mest lesna fréttin af landsbyggðinni í ár.
Hann var tekinn með gífurlega háa upphæð af peningum af lögreglunni
Frægasti krummi landsins lenti í klóm vængjaðra matarþjófa og hafði fólk um allt land miklar áhyggjur af Dimmu og lenti frétt um hana í fimmta sæti þetta árið.
„Ég hafði þá áhyggjur hvort Dimma væri heil en eftir nokkur köll svaraði hún mér og sýndi mér hvar hún faldi sig,“ sagði Jóhann Helgi Hlöðversson „pabbi“ Dimmu.


Komment