1
Pólitík

Inga brast í grát á Alþingi

2
Menning

Misþyrming á Selfossi

3
Heimur

Einn látinn eftir slys á Tenerife

4
Pólitík

Sakaði þingmenn Flokks fólksins um lygar

5
Innlent

Drífa Kristín metin hæfust

6
Innlent

Sérsveitin á ferðinni

7
Innlent

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu

8
Pólitík

Stefán sendi pillu á gamla skólasystur

9
Heimur

Mataráhrifavaldurinn Michael Duarte skotinn til bana af lögreglu

10
Heimur

Ný gögn sýna viðbrögð Andrews við ásökunum í tölvupósti frá Ghislaine

Til baka

Ragga nagli segist ekki tileinka sér danska siði sem innflytjandi

„Hættum að ala á skautun, tortryggni og útlendingahatri.“

Ragga nagli
Ragga nagliNaglinn hvetur til samkenndar og náungakærleika.
Mynd: Aðsend

Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga nagli vekur athugli á því í nýrri Facebook-færslu að hún sé innflytjandi í Danmörku sem hefur ekki tileinkað sér danska siði nema að litlu leyti.

Innflytjendamál hafa verið mikið í umræðunni á Íslandi þessa dagana en um síðustu helgi voru haldin mótmæli gegn stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum en í ræðum sem haldnar kom fram að fólk sem aðhylltist Íslamstrú væri sá hópur sem mótmælendur óttuðust hvað mest hér á landi, án þess þó að haldbær rök væru færð fyrir því.

Í færslunni sem Ragga birti í dag, talar hún um sig í þriðju persónu en þar blandar hún sér í innflytjendaumræðuna. Færslan hefst á eftirfarandi orðum:

„Naglinn er innflytjandi.
Sextán ár búsett í Baunalandi.
Talar ófullkomna dönsku með hreim.
Ólst ekki upp í dönskum kúltúr.
Og hefur ekki tileinkað sér siði og venjur Danans nema að örlitlu leyti.“

Ragga telur síðan upp ýmislegt sem hún ætti að gera til að tileinka sér danska siði og nefnir til dæmis það að hún þekki ekki einn danskan áhrifavald og hlusti ekki á danska tónlist nema þá sem er frá níunda og tíunda áratugnum. Þá segist hún ekki fagna Mortensaften, ekki éta kransaköku á gamlárskvöld né baka bollur á Stóra bænadeginum, svo fátt eitt sé nefnt.

Þá segir Ragga aðallega Íslendinga vera í vinahópnum hennar og að hún fari á íslensk þorraböll, jólaböll og þrettándagleði. Aukreitis segist hún aldrei halda með Danmörku í fótbolta og að henni finnist Danir of grobbnir og kokhraustir fyrir hvern knattspyrnuleik.

Þá segist hún hafa komist í kast við lögin úti

„Naglinn hefur komist í kast við lögin í Danmörku og var tekin af politimand fyrir að keyra á 70 km hraða þar sem hámarkshraði var 50 km/h.“

Bætir hún við:

„Hinum megin götunnar eru fjölbýlishús þar sem 99% eru innflytjendur frá Tyrklandi, Írak, Íran, Pakistan. Í næstu götu ein stærsta moskan á Norðurbrú, og streyma þangað kuflaklætt íslamstrúað fólk mörgum sinnum á dag, og í unnvörpum á föstudögum. Aldrei upplifað vesen af þessu návígi við önnur trúarbrögð og menningu.“

Naglinn talar einnig um ást sína á kebabstað á Norðurbrú í Kaupmannahöfn sem og á kræsingum frá Víetnam, Indlandi, Tælandi og fleiri löndum.

Ragga telur því næst upp fræga innflytjendur í mannkynssögunni:

„Jón Sigurðsson var innflytjandi í Danmörku.
Albert Einstein og Arnold Schwarzenegger innflytjendur í Bandaríkjunum.
Freddie Mercury innflytjandi í Bretlandi.
Zlatan Ibrahimovic er innflytjandi í Svíþjóð.
Hefðu þessar þjóðir viljað segja þeim að drulla sér heim útlendingapakk?“

Bæti hún við að ef ekki væri fyrir innflytjendur á Íslandi væri ekki „marokkóskur veitingastaður á Siglufirði, Nings á Suðurlandsbraut, Vietnam á Laugavegi og Mandí í Skeifunni.“

Ragga segist síðan aldrei finna fyrir útlendingaandúð gagnvart sér í Danmörku:

„Enginn Dani hefur sagt óumbeðið í kommentakerfi að Íslendingar séu afætur og óþjóðalýður og ættu að hundskast heim til sín.
Ekki ein einasta hræða hefur sagt við Naglann: “Þú ert ekki velkomin hér útlendingaógeð”.
Aldrei fengið yfir sig holskeflu fúkyrða fyrir að hafa ekki aðlagast dönsku samfélagi og tekið upp þeirra siði og venjur. Þjóðernisrembingurinn er af sauðahúsi nasista í orðræðunni hjá virkum í athugasemdum.“

Að lokum kemur Ragga nagli með skilaboð til Íslendinga þar sem hún hvetur til þess að fólk sýni náungakærlega og grafi eftir samkennd og virðingu:

„Hættum að ala á skautun, tortryggni og útlendingahatri.
Gröfum frekar eftir samkennd og virðingu.
Sýnum náungakærleika og komum fram við innflytjendur á Íslandi eins og við viljum að sé komið fram við okkur þegar við tökum okkur búsetu á erlendri grund.
Fjölmenning gerir mannlífið litríkara og fjölbreyttara og úðar yfir okkur víðsýni og þroska.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Sigur Íslands aldrei í hættu
Sport

Sigur Íslands aldrei í hættu

Albert og Sverrir sáu um að skora mörk Íslands
Þrjótur skvetti málningu á bíla
Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla

Lítil þyrla nauðlenti á akri
Heimur

Lítil þyrla nauðlenti á akri

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm
Innlent

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm

Mainz tapar máli gegn leikmanni sem studdi Palestínu opinberlega
Sport

Mainz tapar máli gegn leikmanni sem studdi Palestínu opinberlega

Miðflokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks
Pólitík

Miðflokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks

Sjúklingur myrti sjúkraliða í Austur-Svíþjóð
Heimur

Sjúklingur myrti sjúkraliða í Austur-Svíþjóð

Fágæt perla í Sundunum til sölu
Myndir
Fólk

Fágæt perla í Sundunum til sölu

Mataráhrifavaldurinn Michael Duarte skotinn til bana af lögreglu
Heimur

Mataráhrifavaldurinn Michael Duarte skotinn til bana af lögreglu

Rússneski herinn pyntar aðstandendur liðhlaupa
Heimur

Rússneski herinn pyntar aðstandendur liðhlaupa

Sakaði þingmenn Flokks fólksins um lygar
Myndband
Pólitík

Sakaði þingmenn Flokks fólksins um lygar

Stefán sendi pillu á gamla skólasystur
Pólitík

Stefán sendi pillu á gamla skólasystur

Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla
Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla

Var að verki í Hafnarfirði
Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu
Innlent

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm
Innlent

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm

Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann
Innlent

Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður
Innlent

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður

Loka auglýsingu