
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur að framundan gæti verið „sturlun í veðrinu í næstu viku“ en þetta segir hann að konan hans, Ólöf Sigurðardóttir, hafi kallað „þetta til mín úr næsta herbergi upp úr veður-randi á netinu.“
Einar segir að spáin sé „vissulega góð og kannski vissara samt að skrúfa dálítið niður í væntingum. Spá Bliku á mánudag sýnir þannig fínasta veður um nánast allt land.“
Einar segir að til þess að svo verði þurfi „nálægt háþrýstisvæði og það þarf líka að vera á „réttum“ stað.“
Hann nefnir að tíu daga samtekna spáin, 11. til 20. júlí sýni meðalstöðu hæðarinnar:
„Við verðu í vesturjaðri hennar. Áhrifa hennar kemur til með að gæta hvað skýrast á mánudag og fram á miðvikudag“ og segir Einar að því sé spáð að angi hennar verði áfram viðloðandi landið.“
Hann segir að mesta óvissan felist mögulega í því í hve miklum mæli rakara loft í suðri nær til suðurstrandarinnar og Suðausturlands og einnig í hvað miklum mæli þoka fylgi þessu við sjóinn norðan- og austanlands.
Og lokaorðin Einars eru ekki af verra taginu en hann telur að við hér á Íslandi getum alveg „reiknað með heitum dögum hjá okkur“.
Þannig gerir sjálfvirk veðurspá Veðurstofunnar ráð fyrir 24 stiga hita á Egilsstöðum á morgun, en 27 stiga hita þar á miðvikudag, en spár verða áreiðanlegri þegar nær dregur.
Komment