Á eftirsóttum stað í Ásahverfinu í Garðabæ er nú til sölu glæsilegt einbýlishús á einni hæð við Tunguás 6.
Húsið er afar vel staðsett á rólegum og barnvænum stað og státar af skjólsælum suður garði sem býður upp á frábæra útivistaraðstöðu.
Um er að ræða einstaklega vel skipulagt hús sem er alls 208,5 fermetrar að stærð og var byggt árið 1999. Í húsinu eru tvö stór barnaherbergi, rúmgott hjónaherbergi með sér baðherbergi, auk aðalbaðherbergis. Þá er gott þvottahús með útgangi út í garð, sem eykur þægindi í daglegu lífi.
Innbyggður tvöfaldur bílskúr fylgir eigninni, auk steyptrar innkeyrslu og stétta við húsið. Vönduð gólfefni og innréttingar prýða húsið og allur frágangur er til fyrirmyndar.
Við húsið er stór timburpallur og gróinn, fallegur og nær viðhaldsfrír garður sem nýtur sín vel yfir sumarmánuðina. Eignin hentar einstaklega vel fyrir fjölskyldur sem leita að rúmgóðu, vönduðu og vel staðsettu einbýlishúsi í Garðabæ.
Ef vel er gáð má sjá að um kristið heimili virðast vera.
Eigendurnir vilja fá 193.900.000 fyrir húsið.


Komment