Risastórt einbýli í Seljahverfinu er nú til sölu. Það er afar glæsilegt og vandað einbýlishús á þremur hæðum, byggt árið 1981, en um er að ræða Kaldasel 19.
Fasteignin er alls 325,4 fermetrar að stærð og kostar 183.900.000 krónur. Það eru aðeins 565.151 kr./m² og þykir mjög lágt á markaðanum í dag, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.
Húsið stendur á einstaklega fallegri 1.321 fermetra hornlóð, sem liggur að opnu og óbyggðu svæði og nýtur því bæði friðsældar og góðrar staðsetningar. Aðkoma er rúmgóð og umhverfið gróið og barnvænt.
Innbyggður bílskúr er 56 fermetrar að stærð og á jarðhæð er sér 66,1 fermetra íbúð með sérinngangi, sem hentar vel til útleigu, fyrir ungmenni, tengda fjölskyldu eða sem heimaskrifstofa.
Húsið er mjög fallega hannað, vel við haldið og býður upp á rúmgóð og björt rými. Skipulagið er fjölskylduvænt og hentar vel þeim sem vilja gott rými, gæði og nálægð við náttúru, án þess að vera langt frá þjónustu.
Seljahverfið nýtur mikilla vinsælda, enda stutt í skóla, leikskóla, verslanir og útivistarsvæði. Þetta er því einstakt tækifæri til að eignast stórt og glæsilegt einbýli á eftirsóttum stað í Reykjavík.


Komment