
George Clooney var ljósmyndaður þegar hann steig inn í jeppa fyrir utan franska bistróið Raoul’s í Soho-hverfi Manhattan eftir hádegisverð, þar sem hann var í félagsskap eiginkonu sinnar Amal og lögfræðingsins Kevin Johnson.
George leit út fyrir að vera í góðu formi eins og alltaf og var klæddur Adidas-strigaskóm, ljósbrúnum buxum og svörtum leðurjakka ásamt sígildu flughersgleraugunum sínum, með bakpoka á öxlunum. Þá skartaði leikarinn nýjum hárlit.
Clooney yfirgaf veitingastaðinn á leið á Broadway til æfinga fyrir nýja leikritið sitt, Good Night, and Good Luck, sem byggt er á samnefndri kvikmynd frá 2005 sem hann skrifaði og leikstýrði.
Hingað til hefur Clooney hallast að sínum virðulega gráa hárlit, en nú hefur hann litað á sér hárið eftir mörg ár sem silfurrefur.
Leikritið og kvikmyndin byggja á raunverulegum atburðum á fimmta áratugnum á tímum ofsókna gegn kommúnistum á vegum Bandaríkjaþings. Frumsýning leikritsins fer fram í apríl, en æfingar standa nú yfir. Í Broadway-leikritinu leikur Clooney fréttamanninn Edward Murrow.
Komment