
Glúmur Baldvinsson kallar þingmann Sjálfstæðisflokksins fábjána.
Alþjóðastjórnmálafræðingurinn Glúmur Baldvinsson skrifaði Facebook-færslu í gærkvöldi og hlekkjaði frétt frá mbl.is við. Í fréttinni er sagt frá orðaskiptum á milli þingmanns Sjálfstæðisflokksins og barnamálaráðherra um stöðuna á skólakerfinu á Alþingi. Þingmaðurinn hafði spurt barnamálaráðherrann um ástæðuna fyrir ólæsi grunnskólabarna en ráðherrann benti Sjálfstæðismanninum á að flokkur hans hefði einmitt verið við völd yfir málaflokkinum í áratugi og beri því ábyrgðina.
Glúmur, sem er þekktur fyrir að tala tæputungulaust, kallar þingmanninn, Jón Pétur Zimsen, fábjána í Facebook-færslu sem hann birti í gær en hún hefur vakið nokkra athygli.
„Nú er ljóst að tæpur helmingur íslenskra ungmenna getur ekki lesið sér til gagns. Þá stígur uppí pontu einhver XD fábjáni og sakar menntamálaráðherra um það. Mann sem kom í embættið fyrir tæpu korteri.“
Þá segist Glúmur vera læs af því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki farið með málaflokkinn þegar hann var í skóla. Segir hann að lokum að þingmenn Sjálfstæðisflokksins geri sig að fíflum dag eftir dag á þinginu.
„Ef menn skoða hverjir hafa gegnt embætti menntamálaráðherra síðasta áratug og reyndar frá upphafi fullveldisins þá eru það sjálfstæðismenn. Bara ekki þegar ég var í barnaskóla. Þess vegna er ég læs. Svo einsog sagt er á góðri íslensku: Fuck off!
Sjálfstæðismenn hafa sig nú að fíflum dag eftir dag í pontunni.“
Komment