1
Innlent

Lögregla greip inn í þegar hundur var læstur í bíl

2
Minning

Elsku bróðir minn

3
Minning

Safnað fyrir dóttur bráðkvadds föður

4
Innlent

Blaðamaður Morgunblaðsins sakar RÚV um pólitískan áróður

5
Menning

Björn Leví veltir fyrir sér atkvæðakaupum í Eurovision

6
Pólitík

Sólveig Anna skýtur á Samstöðina vegna óbirts viðtals við Snorra Másson

7
Innlent

Fréttastjóri RÚV gefur lítið fyrir orð Hermanns

8
Fólk

Biggi ekki lengur lögga

9
Innlent

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallar pálmasykur vegna alvarlegrar hættu

10
Innlent

Kráarslagsmál í rannsókn hjá lögreglunni

Til baka

Sólveig Anna skýtur á Samstöðina vegna óbirts viðtals við Snorra Másson

Formaður Eflingar sendir sínum gömlu félögum kaldar kveðjur

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – Mynd: Efling
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður EflingarViðtalið er þegar umdeilt en hefur ekki verið birt
Mynd: Efling

Undanfarnar vikur hefur Samstöðin haldið út í þættinum Óþekkti þingmaðurinn og er þættinum ætlað að kynna almenningi fyrir nýjum þingmönnum landsins sem voru kosnir á Alþingi síðasta vetur.

Björn Þorláksson, stjórnandi þáttarins, tilkynnti fyrr í dag að gestur næsta þáttar yrði Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, en hann hefur látið mikið fyrir sér fara á undanförnum árum í þjóðfélagsumræðunni.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur þegar tjáð sig um viðtalið þrátt fyrir að það hafi ekki verið birt. Hún hóf umræðu í Rauða þræðinum á Facebook en sá vettvangur er ætlaður fyrir stuðningsmenn Sósíalistaflokksins til að skiptast á skoðunum.

„Aldeilis! Samstöðin, sjónvarp Sósíalistaflokks Íslands, tekur viðtal við Snorra Másson eins og ekkert sé. Nú verður áhugavert að sjá meðlimi forystusveitar flokksins, sem stendur jú fyrst og fremst fyrir mannúð og gegn and-woke-istum, stíga fram og gagnrýna harkalega að Samstöðin sé notuð til að breiða út boðskap Snorra. Þar hlýtur að vera á ferðinni mikið prinsipp- og tabú-brot sem benda þarf á með áberandi hætti,“ en Sólveig sagði sig úr Sósíalistaflokknum fyrir stuttu síðan en mikil fjárhagslegtengsl eru milli flokksins og Samstöðvarinnar.

„Eftir að ég rang-hugsaði upphátt á Samstöðinni var ég af framvarðasveit flokksins m.a. ásökuð um stuðning við öfgahægrið, að vera haldinn white saviour complex, vera TERF, að traðka á jaðarsettum hópum, eyðileggja baráttu vinnuaflsins og hata hinsegin fólk.

Það getur varla verið að þeir högrökku bardaga-einstaklingar sem "kölluðu mig út" með svo staðföstum hætti ætli sér að þegja yfir því að peningar flokksins fari í taka viðtal við svona agalegan mann,“ skrifaði hún að lokum.

„Allt nú þegar orðið brjálað vegna viðtals sem þó er ekki búið að sýna!“ skrifaði Björn Þorláksson um færslu Sólveigar en viðtalið við Snorra verður sýnt í kvöld.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


BisanOwda_journalist_TW
Heimur

Palestínsk blaðakona á Gaza: „Við erum örmagna, svöng og á vergangi“

Lögreglan
Innlent

Óprúttnir aðilar hafa svikið 100 milljónir út úr landsmönnum á stuttum tíma

lee_sansum
Heimur

Lífvörður Díönu og Hollywood-stjarna látinn 63 ára

flemming drejer
Heimur

Grunaður hryðjuverkamaður í haldi í Danmörku

shutterstock_75950536
Innlent

Allt að sex hundar hætt komnir á höfuðborgarsvæðinu vegna hita

heiðar hermann
Innlent

Fréttastjóri RÚV gefur lítið fyrir orð Hermanns

Loka auglýsingu